Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verkefnið hefur það að markmiði að reyna að komast að því um hvað fólk hefur rangar upplýsingar og hvers vegna.
Verkefnið hefur það að markmiði að reyna að komast að því um hvað fólk hefur rangar upplýsingar og hvers vegna.
Utan úr heimi 10. ágúst 2023

Hvað veistu í raun um heiminn sem þú býrð í?

Gapminder er sjálfstæð, sænsk stofnun sem miðar að því að hjálpa fólki að losa sig við algengar, kerfisbundnar ranghugmyndir um alþjóðlega þróun.

Stofnendurnir, hin sænsku Hans Rosling, Ola Rosling og Anna Rosling Rönnlund, segja Gapminder án pólitískra, trúarlegra og efnahagslegra tengsla og hafi að markmiði að berjast gegn hrikalegri fáfræði með staðreyndabyggðri heimsmynd sem allir geti skilið. Vonir séu bundnar við að fólk taki betri ákvarðanir ef það skilji betur heiminn í kringum sig og sjái alþjóðlega þróun í sönnu ljósi.

Gapminder, sem stofnað var árið 2005, heldur úti aðgengilegum fræðsluvef (gapminder.org) og framleiðir ókeypis kennsluefni byggt á áreiðanlegri tölfræði frá öllum helstu alþjóðastofnunum, auk fyrirlestrahalds og útgáfu fræðslubóka.

Uppfæra gamlar upplýsingar

„Tilgangur Gapminder er að koma í veg fyrir fáránlega alþjóðlega aðferðafræði byggðri á staðalímyndum og úreltum skoðunum á heiminum, einhverju sem var mögulega rétt fyrir kannski sjötíu árum en er það ekki lengur,“ segir á vefsíðu Gapminder.

„Heimurinn tekur stöðugum breytingum og er þróaðri en nokkru sinni fyrr, með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og stofnunum. Aldrei hafa verið til jafn miklar upplýsingar til að læra af.

Við ættum, vopnuð staðreyndum, á heimsvísu að vera fær um að knýja fram sjálfbærar framfarir, takast á við alþjóðlegar áskoranir og koma í veg fyrir helstu alþjóðlegu kreppurnar.

Við eigum að geta átt alþjóðlegt samstarf um að koma í veg fyrir stríð, heimsfaraldra, loftslagskreppu og um að hjálpa fólki úr örbirgð.“

Fáfræðiverkefnið

Ein helsta aðferð Gapminder er að spyrja fólk í fjölmörgum löndum þúsunda spurninga um hvernig það haldi að heimurinn sé.
Síðan eru skoðuð áreiðanleg og staðfest gögn til samanburðar og greint í hverju hugmyndir fólks eru fjærstar raunveruleikanum, þ.e.a.s. mestu ranghugmyndirnar. Úr niðurstöðunum er þróað ókeypis kennsluefni til að fá almenning til að byggja heimsmynd sína á staðreyndum.

„Þau uppgötvuðu að fólk hafði rangt fyrir sér um næstum allt sem það var spurt um og þannig varð Fáfræðiverkefnið til, með það markmið að reyna að komast að því um hvað fólk hefur rangar upplýsingar og hvers vegna.

Gapminder hefur átt í víðtæku samstarfi, m.a. við háskóla eins og og Oxford, stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuna, TED, Karolinska Institute, opinberar stofnanir og frjáls félagasamtök.

Um 20 manns starfa við stofnunina og er hún fjármögnuð með styrkjum, frjálsum framlögum og tekjum af ráðgjafarþjónustu og fyrirlestrahaldi. Gapminder hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna á alþjóðavísu fyrir framlag sitt.

Stefnt er að því að til verði endurgjaldslaust Gapminder-app sem nýtist fólki um allan heim til uppfræðslu.

Fimm stig alþjóðlegrar þróunar (Hans Rosling)

1. Ekki eru lengur tvær gerðir af löndum í heiminum. Gömlu skiptingunni í iðnvædd ríki og þróunarlönd hefur verið skipt út fyrir 192 lönd þar sem á sér stað samfella félagslegrar og efnahagslegrar þróunar.

2. Mörg lönd Asíu þróast nú tvöfalt hraðar en Evrópa nokkru sinni.

3. Fimm milljarðar manna færast í átt að betra og heilbrigðara lífi með m.a. menntun, farsímum, rafmagni, þvottavélum og heilbrigðisþjónustu en einn milljarður manna er fastur í vítahring algerrar örbirgðar og sjúkdóma.

4. Fram að þessu hafa allar framfarir í átt að heilsu og auði verið á kostnað aukinnar losunar á CO2 sem knýr yfirvofandi loftslagskreppu.

5. Ríkar ástæður eru til bjartsýni varðandi framtíð heimsins einfaldlega vegna þess að honum er svo illa stjórnað um þessar mundir. Því höfum við gríðarleg tækifæri til að bæta líf allra manna með því að breyta heimi okkar og ýta enn frekar undir þróun og sameiningu í átt að jafnrétti, öryggi, sjálfbærni og frelsi.

Skylt efni: Gapminder

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...