Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hlaðinu“ sem Samtök fyrirtækja í landbúnaði gefur út.

„Við höfum fundið fyrir miklu ákalli frá þeim sem starfa í landbúnaði og tengdum störfum eftir aukinni umfjöllun um landbúnaðarmál fyrir kosningarnar,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og þáttastjórnandi.

Þættirnir eru fimm talsins en í hverjum þætti koma fram fulltrúar tveggja stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi.

„Í þáttunum eru fulltrúar flokka spurðir um stefnu síns flokks, áherslur í tengslum við búvörusamninga, tollamál og fleira,“ segir Margrét. Fyrsti þátturinn fór í loftið á þriðjudag og verða þeir gefnir út jafnt og þétt í þessari viku og þeirri næstu.

„Það hefur verið ánægjulegt að setjast niður og ræða málin á meiri dýpt en hefur kannski verið það sem af er kosningabaráttunni. Með þáttunum viljum við varpa skýrara ljósi á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem brenna á landbúnaðinum,“ segir Margrét.

Þættirnir „Á hlaðinu“ eru aðgengilegir á heimasíðunni safl.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...