Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hlaðinu“ sem Samtök fyrirtækja í landbúnaði gefur út.

„Við höfum fundið fyrir miklu ákalli frá þeim sem starfa í landbúnaði og tengdum störfum eftir aukinni umfjöllun um landbúnaðarmál fyrir kosningarnar,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og þáttastjórnandi.

Þættirnir eru fimm talsins en í hverjum þætti koma fram fulltrúar tveggja stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi.

„Í þáttunum eru fulltrúar flokka spurðir um stefnu síns flokks, áherslur í tengslum við búvörusamninga, tollamál og fleira,“ segir Margrét. Fyrsti þátturinn fór í loftið á þriðjudag og verða þeir gefnir út jafnt og þétt í þessari viku og þeirri næstu.

„Það hefur verið ánægjulegt að setjast niður og ræða málin á meiri dýpt en hefur kannski verið það sem af er kosningabaráttunni. Með þáttunum viljum við varpa skýrara ljósi á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem brenna á landbúnaðinum,“ segir Margrét.

Þættirnir „Á hlaðinu“ eru aðgengilegir á heimasíðunni safl.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...