Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands með fálkaorðuna góðu. Mynd / HKr.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands með fálkaorðuna góðu. Mynd / HKr.
Fréttir 13. janúar 2020

Hissa, glöð og þakklát

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Land­búnaðar­háskóla Íslands, hlaut 1. janúar síðastliðinn riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar.

„Fyrst þegar ég heyrði að orðuveitingunni varð ég orðlaus og hissa. Því næst varð ég glöð og hreykin yfir því að einhverjir telji að starf mitt í þágu garðyrkju sé þess virði að mér hlotnist þessi heiður. Seinna hugsaði ég að kannski er maður ekki besti dómarinn á eigið starf og að líklega telja aðrir að ég sé að gera eitthvert gagn. Satt best að segja kom orðuveitingin gersamlega flatt upp á mig og mér hafði aldrei dottið þetta í hug sjálf og ég er mjög þakklát þeim sem stóðu fyrir þessu,“ segir Guðríður.

Að sögn Guðríðar hefur hún fengið ótrúlega jákvætt viðmót frá ólíklegasta fólki eftir veitinguna og að ókunnugt fólk hafi jafnvel óskað henni til hamingju á förnum vegi og ekki laust við að hún sé montin að hafa fengið orðuna.

„Ég lít ekki síður á orðuveitinguna sem viðurkenningu fyrir íslenska garðyrkju og garðyrkju sem fagi. Garðyrkja á Íslandi er fremur ungt fag og hefur stundum átt á brattann að sækja. Áhugi á garðyrkju er samt alltaf að aukast og mikið af ungu fólki sem hefur áhuga á ræktun og vill starfa innan greinarinnar. Persónulega held ég að Íslendingar séu sífellt meira að opna augun fyrir gildi ræktunar og hvað möguleikarnir eru miklir. Bæði á sviði matvælaframleiðslu og hversu mikið ræktun getur breytt umhverfinu til góða.

Uppfært 15. janúar

Rætt var við Guðríði í þættinum Skeggrætt með Áskeli Þórissyni, sem er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...