Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Heyefnagreiningar – lykillinn að markvissri fóðrun
Á faglegum nótum 5. september 2025

Heyefnagreiningar – lykillinn að markvissri fóðrun

Höfundur: Baldur Örn Samúelsson, ráðunautur í fóðrun hjá RML.

Sumarið 2025 virðist ætla að verða einstaklega gjöfult fyrir íslenskan landbúnað. Veðurfar og vaxtarskilyrði hafa leitt til metuppskeru víða um land og bændur standa nú frammi fyrir því verkefni að nýta allt þetta fóður á sem bestan máta. Í því samhengi er mikilvægt að minna á gildi heysýnatöku sem grundvöll að faglegri fóðuráætlanagerð.

Fóðurgildi heyja er ekki sjálfgefið

Fóðurgildi grasa getur verið mjög breytilegt eftir sláttutíma, áburðargjöf , gróðurfari, yrkjum, jarðvegi og veðri. Það er því ekki nægjanlegt að treysta á sjónmat eða reynslu einvörðungu – heyefnagreiningar auðvelda okkur að fóðra búfé á hagkvæman og heilbrigðan hátt. Sömuleiðis geta niðurstöður heyefnagreiningar verið verðmætt tól til að meta árangur áburðargjafarinnar og gefa vísbendingar um hvernig ætti að haga áburðargjöfinni næsta vor.

Hvað felst í heyefnagreiningum?

Við heysýnatöku eru tekin sýni úr nokkrum rúllum eða stöðum úr stæðum eftir að verkun er lokið (4–6 vikur frá pökkun) og þau send til efnagreiningar. Þar er meðal annars mælt:

  • Þurrefni
  • Prótein
  • Meltanleiki
  • Trénisinnihald (NDF)
  • Gerjunarafurðir
  • Steinefni

Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að reikna orkuna sem fóðrið skilar mismunandi búfénaði. Nýta má síðan niðurstöðurnar til að vinna fóðrunaráætlun sem tekur tillit til næringarþarfa dýranna á mismunandi vaxtarstigum – hvort sem um er að ræða sauðfé, nautgripi eða hross. Þá má sjá hvort það vanti eitthvert viðbótarfóður.

Ávinningur heysýnatöku og fóðuráætlana
  1. Markviss fóðrun – Bændur geta stillt af fóðurgjöf og tryggt að dýrin fái hvorki of mikið né of lítið af vissum næringarefnum með réttu viðbótarfóðri.
  2. Heilbrigði búfjár – Rétt samsetning fóðurs dregur úr meltingarvandamálum og bætir heilsufar.
  3. Afurðagæði og afköst – Betri nýting fóðurs skilar sér í aukinni framleiðslu og betri gæðum.
  4. Hagræðing í rekstri – Minni sóun og betri nýting á fóðri leiðir til lægri fóðurkostnaðar.
Hvenær og hvernig?

Best er að taka sýni úr heyi 4–6 vikum frá því að það var plastað. Oftast eru sýni tekin með þar til gerðum heysýnaborum. Ef tekið er sýni úr rúllum er rétt að taka sýni úr nokkrum rúllum til að ná sem mestum þverskurði. Ef nota á sýnin fyrir áburðarleiðbeiningar þarf að taka sýni úr stökum spildum en þegar nota á sýnin í fóðuráætlanir þurfa sýnin að endurspegla það sem á að gefa yfir veturinn. Hægt er að taka sýni saman úr svipaðri ræktun með svipaðan sláttutíma. Ef grænfóður verður hluti af fóðurgjöfinni væri rétt að taka sýni úr því. Þar sem heyjað er sérstaklega fóður fyrir geldkýr getur verið mjög gagnlegt að taka sýni úr því til að athuga hversu heppilegt fóðrið er fyrir geldkýr en þar getur steinefni haft mikil áhrif á heilsufar eftir burð.

Heysýnataka

RML býður upp á heysýnatökur og er hægt að panta sýnatöku á RML. is eða hringja í síma 516-5000. Ef bændur kjósa að taka sjálfir sýni þá má finna fylgiseðla fyrir heysýni á forsíðu RML.is undir Eyðublöð. Efnagreining ehf. á Akranesi annast heyefnagreiningar á Íslandi. Ef kúabændur eru að spá í fóðuráætlun ætti að setja þurrlegt hey í greiningu 4 en blautara í greiningu 6. Sauðfjárbændur ættu að horfa á greiningu 2 eða 3 og sömuleiðis hrossabændur nema að haka líka í greiningu 7 til að fá reiknuð orku- og próteingildi fyrir hross.

Fóðuráætlanir og túlkun

Þegar niðurstöður liggja fyrir hvort sem RML, bóndinn eða aðrir aðilar tóku sýnið, eru ráðunautar RML boðnir og búnir að aðstoða bændur við að túlka heysýnin og/eða vinna fóðuráætlun sé þess óskað. Markviss fóðuráætlun getur haft mjög jákvæð áhrif á búreksturinn því aðkeypt fóður er mjög stór útgjaldaliður á kúabúum og því til mikils að vinna að hámarka nýtinguna á aðkeyptu fóðri. Það getur verið kostnaðarsamt bæði að gefa of gott kjarnfóður þegar það er ekki þörf á því og að gefa of gæðalítið kjarnfóður þegar þess þarf. Algengast er að áætlunin sé unnin út frá því heyi sem bóndinn hefur ætlað í kýrnar og kjarnfóður er valið út frá heygæðum, tanksýnum, mjólkurskýrslum og áherslum bóndans. Reiknuð er fóðurtafla þar sem kjarnfóðurmagn er áætlað út frá nyt fyrir kýr á fyrsta mjaltaskeiði annars vegar og eldri kýr hins vegar.

Sjálfvirk fóðuráætlun í mjaltaþjónum

Ráðunautar RML geta sett upp sjálfvirkar fóðurtöflur í flestar tegundir mjaltaþjóna svo mjaltaþjónninn gefi kjarnfóður eftir fóðuráætluninni. Með þessu móti verður kjarnfóðurgjöfin nákvæmari og kýrnar fá kjarnfóður út frá nyt og ekki gleymist að minnka kjarnfóður við kýr sem eru farnar að lækka í nyt.

Skylt efni: heyefnagreiningar

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...