Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Heklað jólatré
Hannyrðahornið 26. nóvember 2015

Heklað jólatré

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Þú finnur ekki einfaldari uppskrift að jólatré en þessa! Þú ræður í hvaða stærð jólatréð þitt er því þegar þú ert búin að fá nóg þá bara hættirðu að hekla! 
 
Þessi uppskrift er í boði Hand­verkskúnstar. Fleiri uppskriftir og fullt af flottu garni á www.garn.is.
 
Garn: 
Frapan, 1 dokka
Whistler, 1 dokka
Tyra, 1 dokka
Garnið er á sérstöku tilboðsverði í nóvember, aðeins 99 kr. dokkan!
 
Heklunál:
3,5-4 mm
 
Annað efni:
Frauðkeila
Sykurvatn, blandað 50/50, eða annað stífelsi.
Títuprjónar.
 
Lesist áður en byrjað er að hekla: Þetta tré er heklað í spíral, sem þýðir að umferðum er ekki lokað heldur bara haldið áfram að hekla og hekla, hring eftir hring. Það er nauðsynlegt að hafa prjónamerki til þess að merkja hvaða lykkja er fyrsta lykkja umferðarinnar, annars fer allt í rugl.
 
Skammstafanir:
LL – loftlykkja, L – lykkja, FP – fastapinni, KL - keðjulykkja
1. umf: Heklið 2 LL, 4 FP í fyrstu LL. (4 FP)
2. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu L. (6 FP).
3. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (6 FP)
4. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 2 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 2 L. (8 FP)
5. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (8 FP)
6. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 3 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 3 L. (10 FP)
7. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (10 FP)
8. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 4 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 4 L. (12 FP)
9. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (12 FP)
10. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 5 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 5 L. (14 FP)
11. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (14 FP)
 
Og svona heldur þetta áfram þar til jólatréð er í þeirri stærð sem þú vilt hafa það. Í lok þessarar síðustu umferðar heklaði ég 3 keðjulykkjur í síðustu lykkjurnar til þess að samskeytin sæust ekki.
 
Til viðmiðunar þá var síðasta umferðin í jólatrénu sem ég gerði 50 fastapinnar og það er ca 25 cm á hæð.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
 
Elín Guðrúnardóttir
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...