Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
F. v. Brynjar Skúlason, sviðsstjóri rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi, Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur, Kesara Margrét Anamthawat Jónsson, prófessor emerita í grasafræði og plöntuerfðafræði, og Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, við afhendingu heiðursviðurkenningar til Kesöru og Þorsteins nú nýverið. Þau fengu gripi úr íslenskum viði gerða af Jóni Guðmundssyni.
F. v. Brynjar Skúlason, sviðsstjóri rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi, Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur, Kesara Margrét Anamthawat Jónsson, prófessor emerita í grasafræði og plöntuerfðafræði, og Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, við afhendingu heiðursviðurkenningar til Kesöru og Þorsteins nú nýverið. Þau fengu gripi úr íslenskum viði gerða af Jóni Guðmundssyni.
Mynd / Aðsend
Fréttir 28. október 2025

Heiðruð fyrir starf að erfðafræði birkis

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Kesara Margrét AnamthawatJónsson og Þorsteinn Tómasson voru nýverið hreiðruð fyrir starfs sitt að erfðafræði birkis.

Á ráðstefnu skógasviðs norræna erfðavísindasamstarfsins NordGen um birki, sem fram fór á Hellu í september, voru tveir íslenskir vísindamenn heiðraðir fyrir starf sitt að erfðafræði birkis, þau Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson, prófessor emerita í grasafræði og plöntuerfðafræði, og Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur. Þau þykja skara fram úr á sviði plöntukynbóta á Íslandi, meðal annars í nytjaplöntum fyrir gras- og kornrækt en líka fyrir skógrækt, og þá sérstaklega birki.

Á fyrri degi ráðstefnunnar var fjallað um fjölbreytileg efni sem snerta erfðafræði og efnivið þeirra birkitegunda sem finnast á Norðurlöndunum og notaðar eru þar í ræktun og við útbreiðslu náttúruskóglendis. Auk Íslendinga komu fyrirlesarar frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Seinni daginn var skoðunarferð á Þórsmörk þar sem kynnt var það sögulega starf sem þar hefur verið unnið við endurheimt birkiskóglendis og ýmis þekking sem snertir jarðveg, aðferðir við að örva landnám birkis og fleira.

Segir á vefsíðu Lands og skógar að ljóst sé af ráðstefnunni að aukin áhersla er á notkun birkis í skógrækt á Norðurlöndunum í margvíslegum tilgangi, jafnt til að auka útbreiðslu birkis í náttúruskógum og hlutfall þess í ræktuðum skógum til aukinnar fjölbreytni og bættra nytja. Miklir möguleikar séu til dæmis í kynbótum sem lúta að því að fá beinvaxið birki sem meðal annars nýtist í spónavinnslu fyrir krossvið og ýmsa aðra framleiðslu.

Fram kemur að Finnar hafi unnið að kynbótum á birki um árabil og nú séu bæði Svíar og Norðmenn komnir með kynbótaáætlanir fyrir tegundina. Sömuleiðis er hreyfing á þessum málum bæði í Danmörku og á Íslandi. Tveir Íslendingar standi upp úr í því efni og hafi mesta reynslu af rannsóknum og kynbótum á birki hérlendis, þau Kesara og Þorsteinn.

Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson

Dr. Kesara Margrét AnamthawatJónsson hefur átt mjög farsælan og gjöfulan starfsferil sem prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindasvið Háskóla Íslands. Þar kenndi hún plöntulífeðlisfræði, plöntuerfðafræði og líftækni ásamt greinum sem snerta sameinda- og frumuerfðafræði plantna og líffræði hitabeltisins. Undanfarna fjóra áratugi hefur hún beint sjónum sínum að erfðafræði íslenskra plöntutegunda og gert ýmsar uppgötvanir á því sviði. Meðal annars hefur hún rannsakað erfðaeiginleika íslensks birkis og þá genablöndun við fjalldrapa sem ljær íslensku birki sitt fjölbreytta vaxtarlag og misjafnlega kræklótt útlit. Það genaflæði sem verður milli þessara tveggja tegunda á sér stað víðar í Norður-Evrópu en á Íslandi og er talið hafa þróunarfræðilega kosti sem gera þessum tegundum betur kleift að þola umhverfisbreytingar, ekki síst þær sem orðið hafa fyrir áhrif mannsins.

Frumuerfðafræðirannsóknir sem Kesara hefur stýrt hafa leitt í ljós að íslenskt birki býr yfir ólíkum eiginleikum. Í raun má segja að mest af þeirri vísindaþekkingu sem aflað hefur verið um sameinda-, frumu- og svipgerðarbreytileika í íslensku birki megi rekja til verka Kesaru og samstarfsfólks hennar. (island.is/s/land-og-skogur)

Þorsteinn Tómasson

Þorsteinn Tómasson hefur unnið um áratugaskeið að plöntukynbótum á sviði landbúnaðar, skógræktar og garðyrkju. Hann hóf ferilinn sem plöntuerfðafræðingur við kynbætur á byggi og túngrösum en stýrði um árabil Rannsóknastofnun landbúnaðarins og var skrifstofustjóri í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. Samhliða stjórnsýslustörfum vann hann ötullega í frístundum að kynbótum á íslensku birki. Ávöxtur af því starfi var meðal annars nokkur fjöldi kynbættra birkiyrkja, svo sem Emblu og Kofoed. Hann hefur líka víxlað kynbættum yrkjum sínum við aðrar birkitegundir, þar á meðal rauðblaða birki sem getið hefur af sér yrki eins og Heklu og Dumbu. Fyrir störf sín hefur Þorsteinn verið gerður heiðursfélagi í Skógræktarfélagi Íslands og hlotið íslensku Fálkaorðuna af hendi forseta Íslands. Kynbótastarf hans með birki hefur reynst mikilvægt til að styrkja ræktun tegundarinnar, bæði fyrir skógrækt en einnig til að sjá garðræktendum og sveitarfélögum fyrir efniviði til fegrunar umhverfisins. Um leið ýtir slíkt starf undir áhuga almennings á kynbótastarfi með trjátegundir. (island.is/s/land-og-skogur)

Skylt efni: Plöntuerfðafræði

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...