Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hefur áhyggjur af stöðu dýralæknaþjónustu
Fréttir 3. febrúar 2021

Hefur áhyggjur af stöðu dýralæknaþjónustu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hefur lýst áhyggjum yfir fyrirkomulagi og stöðu dýralæknaþjónustu í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir þær áhyggjur.

Fram kemur í bókun landbúnaðarráðs að á komandi vormánuðum er óvíst hvort starfandi dýralæknir verði með viðunandi aðstöðu í sveitarfélaginu og það valdi bændum áhyggjum. Landbúnaðarráð telur mikilvægt að málið verði skoðað með tilliti til þeirrar stöðu sem nú er uppi í sveitarfélaginu.

Landbúnaðarráð hvetur Matvælastofnun og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að bregðast strax við þeirri stöðu sem uppi er í Húnaþingi vestra. Jafnframt er óskað eftir fundi með fulltrúum MAST og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. 

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...