Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands, Haukur Bjarnason (t.h.), og fráfarandi formaður, Jón Þorberg Steindórsson, takast hér í hendur á aðalfundinum í Borgarnesi.
Nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands, Haukur Bjarnason (t.h.), og fráfarandi formaður, Jón Þorberg Steindórsson, takast hér í hendur á aðalfundinum í Borgarnesi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands.

Hann var kjörinn á aðalfundi félagsins í Borgarnesi á dögunum. Haukur tekur við embættinu af Jóni Þorbergi Steindórssyni.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi árum hjá félaginu. Tel að það sé uppgangur og aukinn áhugi á gæðingakeppni almennt, bæði hér heima og erlendis. Sáum góða þátttöku síðastliðið sumar og frábærar sýningar á Landsmóti og Norðurlandamóti auk allra félagsmóta og úrtökur um allt land. Það er einnig gaman að sjá gæðingakeppni í auknum mæli á vetrarmótum hjá hestamannafélögum um allt land,“ segir Haukur.

Félagar Gæðingadómarafélagsins eru um 60 talsins og annan eins fjölda gæðingadómara má finna erlendis. Markmið félagsins er að vera málsvari félagsmanna, gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart viðsemjendum. Auk þess að stuðla að góðri menntun og þjálfun dómara og að stuðla að bættum gæðum í vinnu dómara, m.a. með endurmenntun og eftirliti með störfum þeirra, t.d. að sjá til þess að dómurum sé ávallt tryggð sem best starfsaðstaða.

„Það eru mikil tækifæri fram undan hjá félaginu þar sem gæðingakeppni er frábært form á keppnisvellinum fyrir alla á öllum aldri og margar ólíkar hestgerðir. Félagið mun halda áfram að leggja áherslu á að mennta sína dómara ásamt því að miðla til hestamanna almennt jákvæðri og hestvænni hestamennsku á okkar frábæra hestakyni um allan heim,” segir Haukur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...