Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Mynd / Bbl
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Höfundur: smh

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfram að berast. Nýlega bárust uppfærslur frá Sláturfélagi Suðurlands, Kaupfélagi Skagfirðinga og Sláturhúsi KVH og þegar tekið er tillit til þeirra hefur meðalverð á landsvísu fyrir kíló af dilkum hækkað um 35,5 prósent frá síðustu sláturtíð.

Þau leiðu mistök urðu að verðskrá ársins 2021 birtist í prentútgáfu Bændablaðsins, með umfjöllun um afurðaverð 2022. Hér birtist rétt og uppfærð verðskrá sláturleyfishafa.

Hæsta meðalverð 754 krónur á kílóið

Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands og er hæsta verð komið í 754 krónur á kílóið, eftir að Sláturfélag Suðurlands birti uppfærslu á sinni verðskrá í síðustu viku. Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa einnig birt nýlegar uppfærslur og borga næst mest, eða 753 krónur á kíló dilka.

Sláturfélag Vopnfirðinga gaf tóninn í lok júní með meðalverðshækkun upp á 31,4 prósent miðað við lokaverð á síðasta ári. Í ágúst hafa uppfærðar verðskrár borist jafnt og þétt, nú síðast frá Fjallalambi 18. ágúst og þar er hækkunin mest á milli ára eða 43,5 prósent.

Landsmeðaltalshækkun fyrir fullorðið fé hefur einnig orðið svolítil á undanförnum tveimur vikum, eða 14,9 prósent. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f