Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hans konunglega hátign Karl  Bretaprins.
Hans konunglega hátign Karl Bretaprins.
Fréttir 2. janúar 2018

Gróðureyðingin á hásléttunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Karl Bretaprins hefur skorað á fyrirtæki heims að undirrita Cerrado stefnuyfirlýsinguna sem felur í sér vilja til að vernda náttúrulega mikilvæg svæði á heimsvísu.

Eyðing regnskóga Amason­svæðisins er kunnuglegt stef sem hefur verið umfjöllunarefni náttúruverndunarsinna síðustu þrjá áratugi. Í dag er þorri almennings meðvitaður um hætturnar sem skógareyðingin veldur.

Ein ástæða þess að dregið hefur úr skógareyðingu í Brasilíu er að sú að hluti þeirra fyrirtækja sem áður stóðu fyrir skógareyðingunni hafa flutt starfsemi sína yfir á graslendi og sléttur landsins. 

Áhyggju umverfisverndunarsinna í dag beinast að þeirri staðreynd að til að draga úr eyðingu regnskóganna vegna framleiðslu á soja og nautakjöti hafa framleiðendurnir flutt sig yfir á minna nýtt náttúrulegt graslendi. Talið er að náttúrulegt graslendi í Brasilíu þeki um tvo milljón ferkílómetra lands.
Prinsinn af Wales ítrekaði fyrir skömmu að alvarleika málsins og benti á að náttúrulegum gresjum um allan stafaði hætta af aukinni ræktun og þyrfti á aukinni vernd að halda.

Þrátt fyrir að vistkerfi gresja hafi ekki verið jafn mikið í umræðunni og vistkerfi regnskóganna undanfarin ár er það engu minna mikilvægt. Fjölbreytni dýra og plantna á gresjum er mikil og þær eru ekki síst mikilvægar fyrir það hversu vel þær binda koltvísýring.

Í dag hafa 23 stórfyrirtæki skrifað undir Cerrado yfirlýsinguna. Þar á meðal eru Walmart, Marks & Spencer, Sainsbury’s, Carrefour, McDonald’s, Nando’s, Nestle og L’Oreal.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...