Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríðarlega mikilvægan vettvang fyrir samtal ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum.

COP30 lauk í Brasilíu í nóvember án þess að í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar væri áætlun um útfösun jarðefnaeldsneytis og olli það miklum vonbrigðum. Höfðu fleiri en 80 ríki kallað eftir því sérstaklega og til umfjöllunar verið þrjár leiðir að slíku markmiði. Olíuríkin lögðust gegn þeim og komu þannig í veg fyrir að þessa sæist staður í lokaútgáfu yfirlýsingarinnar.

Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, segir þó mikinn árangur hafa náðst á vettvangi COP, ekki aðeins í lækkun spár um hækkun hitastigs byggðum á þróun losunar, heldur megi sjá stórt stökk í innleiðingu á endurnýjanlegum orkugjöfum um allan heim. Kostnaður þeirra lausna hafi hríðfallið. COP sé enn gríðarlega mikilvægur vettvangur og erfitt væri að hugsa til þess hvar við værum ef ekki væri fyrir Loftslagssamninginn og Parísarsamkomulagið.

„Árangur byggir þó mjög á því að ríkin vinni sína heimavinnu og leggi fram áætlanir og aðgerðir heima fyrir. Það finnst mér oft gleymast í umræðunni. Mjög erfitt er í alþjóðasamstarfi, ekki síst í loftslagsmálum, að segja öðrum þjóðum fyrir verkum. Ríki heims og aðstæður í hverju landi eru mjög ólíkar – það er misjafnt hvaða áskoranir þau glíma við og nauðsynlegt að hvert ríki fái að hanna sína vegferð á eigin forsendum,“ segir Anna.

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera með 50 til 55% markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2035, á meðan löndin í kringum okkur séu að setja sér metnaðarfyllri markmið. Danmörk sé, svo dæmi sé tekið, með 82% markmið og Evrópusambandið sé nær 70 prósentunum. Heildarmarkmið Íslands, séu markmið um samfélagslosun, landnotkun og ETS þýdd saman, sé um 12 til 15%.

Sjá nánar á síðu 30 í nýja Bændablaði

Skylt efni: COP30

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...