Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Glúmur frá Dallandi
Á faglegum nótum 8. janúar 2025

Glúmur frá Dallandi

Höfundur: Þorvaldur Kristjánsson, ráðunautur í hrossarækt.

Einn stóðhestur hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á ráðstefnu fagráðs í október en áður hefur verið fjallað um þá hesta sem hlutu afkvæmaverðlaun í sumar í blaðinu. Þetta er hesturinn Glúmur frá Dallandi en hann náði lágmörkum til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi eftir útreikninga á kynbótamati nú í haust. Glúmur á nú 17 dæmd afkvæmi og er með 118 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins. Ræktendum og eigendum, þeim Gunnari og Þórdísi í Dallandi, er óskað innilega til hamingju með þennan árangur. Hér á eftir er yfirlit yfir ættir Glúms og umsögn um afkvæmi.

Faðir: Glymur frá Flekkudal
Móðir: Orka frá Dallandi

Umsögn um afkvæmi: Glúmur frá Dallandi gefur hross um meðallag að stærð með myndarlegt höfuð og vel opin augu. Hálsinn er hvelfdur, mætti vera hærra settur en herðar eru háar og bógar skásettir. Bakið er burðugt og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt, jafnvaxin og sterklega gerð, þrekin á bolinn. Fætur eru öflugir, hófar efnisþykkir. Glúmur gefur rúm, skrefmikil og hágeng hross sem eru yfirleitt fljót að ná jafnvægi á gangi, í meðallagi reist í reið. Þau eru rúm og takthrein á tölti, mættu vera svifmeiri og rýmri á brokki. Greiða stökkið er rúmt, hæga stökkið jafnvægisgott og takthreint. Glúmur gefur prúð hross með sterka yfirlínu og virkjamikið skref, viljug og yfirveguð, hann hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...