Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér má sjá hvernig froðan flýtur yfir bakka árinnar Bojacá og veldur skaða á nærliggjandi umhverfi.
Hér má sjá hvernig froðan flýtur yfir bakka árinnar Bojacá og veldur skaða á nærliggjandi umhverfi.
Mynd / Myndband euronews.com
Fréttir 22. júní 2022

Froða tekur yfir hverfi Kólumbíu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

llla lyktandi, gríðarlegt magn eitraðrar froðu hrjáði í vor íbúa sveitarfélagsins Mosquera sem staðsett er tæpa 20 km fyrir utan höfuðborgina Bógóta í Kólumbíu.

Froðan kemur úr ánni Bojacá, í Los Puentes hverfi borgarinnar og er talin myndast vegna losunar frá iðnaðarsvæði.

Íbúar fullyrða þó að auk ríkisrekinnar verksmiðju sem losar úrgang sinn í ána hafi yfirvöld sett upp rör fyrir nokkrum árum sem tæmir frárennslisvatn í ána Bojacá og að frá þeirri stundu hafi straumurinn farið að mengast. Opinbera útgáfan er þó önnur. Umhverfisráðherra staðfestir að frá í fyrra hafi skólphreinsistöð Mosquera verið í fullum rekstri og að þessi verksmiðja losi úrgang sinn í Subachoque ána, sem er í innan við kílómetra fjarlægð frá ánni Bojacá.

Rigningar auka froðumyndun

Miklar rigningar juku á vandann þetta árið og jafnframt því að froðan þeki nærliggjandi umhverfi vegna þess hve hún fýkur auðveldlega um og yfir bakka árinnar, kenna heimamenn menguninni um öndunarerfiðleika íbúa á svæðinu og kláða ef froðan kemst í návígi við húð. Veggir húsa sem hafa verið huldir froðu eru slímugir og er lyktin svo stæk að hún yfirtekur allt. Íbúar telja að yfirvöld geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins og minna á ákall sitt um hjálp árið 2016 þegar mengunar- og froðumagn árinnar var jafnvel enn verra

Hreinsun árinnar

Nú nýverið tóku því bæði borgarstjórn og umhverfisyfirvöld svæðisins í taumana og unnu í samstarfi að því að fjarlægja froðuskýin er farin voru að fikra sig heldur langt inn í byggðina.

Fyrstu tilraunir þeirra báru reyndar engan árangur, en þær voru m.a. að fá slökkviliðsmenn til að þynna út froðuna með vatni.

Næst var ákveðið að fjarlægja alveg plöntur er vaxa í og meðfram ánni, en vegna þeirra komst sólarljós lítt í ána og var því fátt um annað lífríki. Með þessari aðgerð minnkaði froðumyndunin til muna, auk þess sem rennsli árinnar batnaði allverulega.

Mögulegir sökudólgar ósáttir

Lýsti yfirmaður umhverfisyfirvalda furðu sinni á að ekki hefði slíkt verið gert áður, því áður hefðu ár verið hreinsaðar á þann máta og með sömu útkomu og hefur nú sett á fót teymi sem á að fara yfir og rannsaka iðnaðarhverfi og verksmiðjur í námunda við ána, losun þeirra og umhverfisfótspor ef einhver eru.

Einnig kom hann með tilgátur þess efnis að íbúar í Los Puentes hverfinu eigi einhverja sök á froðumynduninni vegna þvottaefna til heimilisnota, en nokkuð er um að fólk geri stórþvotta sína í ánni.

Íbúar Mosquera eru ekki vel sáttir við yfirlýsinguna og hikar leiðtogi aðgerðaráðs samfélagsins ekki við að verja þá 1.500 manns sem búa í hverfi Los Puentes.

Hún hefur lýst því yfir að mengunin komi annars staðar frá enda gífurlegt magn – á meðan íbúarnir glími við straum af stöðugum froðuskýjum sem gætu haft varanleg áhrif á samfélagið vegna eituráhrifa sinna.

Skylt efni: Kólumbía | froða

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...