Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Karólína í Hvammshlíð með forystuhrútinn Sela Nikulásson í þjálfun síðsumars 2020 þegar hann var lambhrútur.
Karólína í Hvammshlíð með forystuhrútinn Sela Nikulásson í þjálfun síðsumars 2020 þegar hann var lambhrútur.
Mynd / A. Wamecke
Á faglegum nótum 11. mars 2024

Fræðst um forystufé

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sunnudaginn 17. mars hefur verið boðað til fræðslu- og skemmtiferðar um forystufé þar sem áhugafólk um féð kemur saman til að spjalla saman um forystuheiminn í sauðfjárrækt, auk þess sem nokkur bú verða heimsótt.

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð tekur á móti skráningum í ferðina til 13. mars í gegnum skilaboð á Facebook-síðu sinni. „Það stefnir í mjög skemmtilega ferð þar sem fræðst er um forystufé, fjallað er um umdeilt efni á borð við blendinga, forystufé í göngum, skilgreiningu út frá ættum eða eiginleikum eða útliti. Fé verður skoðað á nokkrum bæjum, hlustað á sögur, við deilum reynslu, spyrjum spurninga og fræðumst á skemmtilegan hátt, en þá er tilgangi dagsins náð,“ segir Karólína. Aðalfundur Forystufjárræktarfélags Íslands verður haldinn fyrir hádegi sama dag á Laugarbakka í Miðfirði. Hefst ferðin kl. 13 á bænum Bjargi í Miðfirði en nokkrir bæir verða heimsóttir og forystufé skoðað. Ferðalok eru áætluð klukkan 22.30. Hægt er að vera með allan daginn eða einungis á ákveðnum stöðum.

Skylt efni: forystufé

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...