Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Karólína í Hvammshlíð með forystuhrútinn Sela Nikulásson í þjálfun síðsumars 2020 þegar hann var lambhrútur.
Karólína í Hvammshlíð með forystuhrútinn Sela Nikulásson í þjálfun síðsumars 2020 þegar hann var lambhrútur.
Mynd / A. Wamecke
Á faglegum nótum 11. mars 2024

Fræðst um forystufé

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sunnudaginn 17. mars hefur verið boðað til fræðslu- og skemmtiferðar um forystufé þar sem áhugafólk um féð kemur saman til að spjalla saman um forystuheiminn í sauðfjárrækt, auk þess sem nokkur bú verða heimsótt.

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð tekur á móti skráningum í ferðina til 13. mars í gegnum skilaboð á Facebook-síðu sinni. „Það stefnir í mjög skemmtilega ferð þar sem fræðst er um forystufé, fjallað er um umdeilt efni á borð við blendinga, forystufé í göngum, skilgreiningu út frá ættum eða eiginleikum eða útliti. Fé verður skoðað á nokkrum bæjum, hlustað á sögur, við deilum reynslu, spyrjum spurninga og fræðumst á skemmtilegan hátt, en þá er tilgangi dagsins náð,“ segir Karólína. Aðalfundur Forystufjárræktarfélags Íslands verður haldinn fyrir hádegi sama dag á Laugarbakka í Miðfirði. Hefst ferðin kl. 13 á bænum Bjargi í Miðfirði en nokkrir bæir verða heimsóttir og forystufé skoðað. Ferðalok eru áætluð klukkan 22.30. Hægt er að vera með allan daginn eða einungis á ákveðnum stöðum.

Skylt efni: forystufé

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...