Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, ásamt kröfuhörðum kokkum Okura Hotelsins í Tokyo.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, ásamt kröfuhörðum kokkum Okura Hotelsins í Tokyo.
Fréttir 24. október 2019

Forseti Íslands á lambakjötskynningu í Tókýó

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, tók þátt í kynningu á íslensku lambakjöti í Tókýó höfuðborg Japans í heimsókn sinn ásamt frú Elizu Reid til landsins til að vera viðstödd krýn­ing­ar­hátíð Naru­hito Jap­an­skeis­ara.

Okura Hotel, Tokyo er eitt þekktasta hótel Japans, en íslenskt lambakjöt verður framvegis á boðstólum á frönskum veitingastað hótelsins Nouvelle Epoque.

Það að kjötið verði á boðstólum á hótelinu þykir mjög gott skref í kynningu og sölu á íslensku lambakjöti í Japan enda kokkar hótelsins gríðarlega kröfuharðir á öll aðföng.

Með forseta í för var einnig Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Friðrik Sigurðsson yfirkokkur utanríkisráðuneytisins. Í heimsókninni hitti Forseti meðal annarra Shinzo Abe forsætisráðherra, Tadamori Oshima forseta fulltrúadeildar japanska þjóðþingsins, Yasuhiro Yamashita formann japönsku Ólympíunefndarinnar og ásamt fleirrum.

Síðasti viðburður í dagskrá forseta var móttaka íslenska sendiherrans Elínar Flygenring í sendiráði Íslands í Japan í dag 24.október, þar sem eingöngu íslenskt hráefni var á boðstólum, fiskur, hrossa- og lambakjöt, fyrir um 150 gesti.

Ferð forseta lýkur á morgun föstudag 25.október.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...