Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, ásamt kröfuhörðum kokkum Okura Hotelsins í Tokyo.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, ásamt kröfuhörðum kokkum Okura Hotelsins í Tokyo.
Fréttir 24. október 2019

Forseti Íslands á lambakjötskynningu í Tókýó

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, tók þátt í kynningu á íslensku lambakjöti í Tókýó höfuðborg Japans í heimsókn sinn ásamt frú Elizu Reid til landsins til að vera viðstödd krýn­ing­ar­hátíð Naru­hito Jap­an­skeis­ara.

Okura Hotel, Tokyo er eitt þekktasta hótel Japans, en íslenskt lambakjöt verður framvegis á boðstólum á frönskum veitingastað hótelsins Nouvelle Epoque.

Það að kjötið verði á boðstólum á hótelinu þykir mjög gott skref í kynningu og sölu á íslensku lambakjöti í Japan enda kokkar hótelsins gríðarlega kröfuharðir á öll aðföng.

Með forseta í för var einnig Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Friðrik Sigurðsson yfirkokkur utanríkisráðuneytisins. Í heimsókninni hitti Forseti meðal annarra Shinzo Abe forsætisráðherra, Tadamori Oshima forseta fulltrúadeildar japanska þjóðþingsins, Yasuhiro Yamashita formann japönsku Ólympíunefndarinnar og ásamt fleirrum.

Síðasti viðburður í dagskrá forseta var móttaka íslenska sendiherrans Elínar Flygenring í sendiráði Íslands í Japan í dag 24.október, þar sem eingöngu íslenskt hráefni var á boðstólum, fiskur, hrossa- og lambakjöt, fyrir um 150 gesti.

Ferð forseta lýkur á morgun föstudag 25.október.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f