Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jón Hermannsson með urriðann væna úr Þingvallavatni. En veiðin hefur verið góð það sem af er í vatninu.
Jón Hermannsson með urriðann væna úr Þingvallavatni. En veiðin hefur verið góð það sem af er í vatninu.
Í deiglunni 27. júní 2018

Flottir urriðar á Þingvöllum

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðin á Þingvöllum hefur gengið vel það sem af er,  vænir urriðar og flottar bleikjur. Jón Hermannsson  setti í þann stóra á Þingvöllum fyrir nokkrum dögum og gefum honum orðið.
 
„Þessi  stóri urriði kom á flugu sem Óli í Veiðihorninu mælti með og það klikkaði ekki. Þetta var stórkostleg barátta við fiskinn sem stóð yfir  í 20 mínútur og hann tók gífurlegar langar rokur og fór langt inn á undirlínu á veiðihjólinu.  Þetta eru ótrúlegar skepnur sem búa í þessu stórkostlega vatni sem hefur verið einangrað í mörg hundruð ár og hefur alið af sér þennan stórkostlega urriða.
 
Það þarf ekki alltaf að borga háar upphæðir til að upplifa ævintýri sem þessi. Við erum svo sannarlega heppin að búa í landi sem eru með óendanlega mörgum vötnum sem hægt er að veiða í og njóta náttúru með fjölskyldu og vinum,“ sagði Jón enn fremur.

Skylt efni: urriði | Þingvellir | vatnaveiði

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...