Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Neyðarlínan mun tryggja full­nægjandi fjarskiptasamband á bæjum á Austurlandi áður en gamla koparkerfið, heimasíminn, verður lagt niður á næstu vikum.
Neyðarlínan mun tryggja full­nægjandi fjarskiptasamband á bæjum á Austurlandi áður en gamla koparkerfið, heimasíminn, verður lagt niður á næstu vikum.
Fréttir 24. september 2020

Fjarskiptasamband tryggt á bæjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur náð samkomulagi við Neyðarlínuna um að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband á bæjum á Austurlandi áður en gamla koparkerfið, heima­síminn, verður að fullu lagt niður á næstu vikum.

Í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins segir að fyrsti áfangi Símans við að fasa út PSTN koparkerfið, heimasíma, hefjist 1. október næstkomandi. Undir þann áfanga falla ýmsir staðir í dreifbýli, meðal annars í póstnúmeri 701, sem tengjast símstöðinni á Brúarási á Héraði. Neyðarlínan mun því hraða framkvæmdum við að bæta farnetssamband á tilteknum bæjum á Jökuldal á Fljótsdalshéraði, í samvinnu við Landsvirkjun og Símann. Sama mun gilda um önnur svæði á landinu þar sem á þarf að halda.

Í tilkynningunni er haft eftir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að síðastliðið ár hafi hann lagt mikla áherslu á að ljósleiðaravæða byggðir landsins í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt. „Það er gríðarlega metnaðarfull stefna. Það er á hinn bóginn mikilvægt að samfella sé í þessari framþróun og að gamla koparkerfið verði ekki lagt af áður en tryggt er að allir bæir hafi öruggt símasamband. Því hef ég beint því til Neyðarlínunnar að tryggja að ekki komi til þess að einstaka bæir verði sambandslausir við umheiminn í þessu ferli. Það væri óásættanlegt.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...