Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Oddur handsalar samstarfssamning við Hólmfríði Sveinsdóttur, rektor Háskólans á Hólum, um notkun á forritinu við hestafræðideild skólans.
Oddur handsalar samstarfssamning við Hólmfríði Sveinsdóttur, rektor Háskólans á Hólum, um notkun á forritinu við hestafræðideild skólans.
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt sem viðkemur hestamennsku og íslenska hestinum.

Það var stofnað árið 2020 en nýlega lauk fyrirtækið við hlutafjáraukningu upp á 100 milljónir og ætlar að nota fjármunina til að setja enn meiri kraft í vöruþróun og útbreiðslu á smáforritinu. Um 800 manns nota forritið vikulega í dag, en áætlað er að um 300 þúsund manna hestasamfélag sé í kringum íslenska hestinn víðs vegar um heiminn. Með auknu hlutafé verður nú lögð áhersla á að ná til hestamanna sem eiga íslenska hestinn, hér á Íslandi og erlendis, og í framhaldinu verður þróun smáforritsins fyrir önnur hestakyn skoðuð. Nýsköpunarsjóður leiddi hlutafjárútboðið með þátttöku nokkurra einkafjárfesta.

Auðveldar marga þætti hestamennskunnar

Forritið er sérsniðið að þörfum hestafólks og býður upp á fjölbreytta möguleika sem auðveldar fólki utanumhald og markmiðssetningu varðandi þjálfun, umhirðu og ýmislegt annað varðandi hestahaldið.

Hjá HorseDay starfa sex starfsmenn en nú liggur fyrir að þeim mun fjölga á næstunni. Meðal annarra möguleika sem forritið býður upp á er betri yfirsýn yfir þjálfun, greiningu gangtegunda með aðstoð tauganets og möguleikum snjallsímans. Þá getur notandinn einnig leitað í gagnagrunni WorldFengs, byggt upp „prófíla“ söluhesta og tengst öðrum notendum með samskiptamöguleikum.

Hrossarækt í Ölfusi

Fyrirtækið var stofnað árið 2020 af Oddi Ólafssyni, sem er framkvæmdastjóri, Mörtu Rut Ólafsdóttur og Ólafi H. Einarssyni, sem hafa reynslu bæði af þróun og uppbyggingu hugbúnaðar og eru hestafólk.

Oddur er alinn upp á Hvoli í Ölfusi. „Þar ráku foreldrar mínir hestabú í allt að 30 ár en ég stundaði hestamennsku af miklum krafti fram til 18 ára aldurs. Á því tímabili var ég virkur í öllu sem tengdist því að rækta, temja og þjálfa hross. Var virkur á keppnisbrautinni og var þar í fremstu röð í keppni allt upp í ungmennaflokk. Í kringum 18 ára aldurinn flutti ég svo til Bandaríkjanna til að spila körfubolta og mennta mig á framhalds- og háskólastigi. Ég er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í stjórnun frá EADA viðskiptaháskólanum í Barcelona. Ég starfaði sem vörustjóri hjá Íslandsbanka þar sem ég hafði umsjón með stafrænni þróun áður en ég færði mig alveg yfir í HorseDay í lok árs 2021,“ segir hann.

Oddur segir að hugmyndin að smáforritinu hafi fæðist í hesthúsi, út frá eigin upplifun á hestahaldinu. „Okkur hefur lengi fundist vöntun á tóli sem heldur utan um, geymir og miðlar gögnum um þjálfun og umhirðu hrossa. Við eigum mikið af gögnum um ræktun, mótaárangur, dómasögur og annað sem geymdar eru í WorldFeng en lítið sem ekkert um þjálfun, hvernig tamning og þjálfun hefur áhrif á hross. Það er ákveðið gat í gagnasöfnun á æviskeiði hestsins og hingað til höfum við ekki haft tækin og tól til þess að geta safnað þessum gögnum saman á skipulagðan hátt þannig að mögulegt sé að rýna í þau, setja fram á skilmerkilegan hátt og geyma notandanum til gagns og gamans. Það breytist með HorseDay, sem er hannað af hestafólki, fyrir hestafólk með það í huga að bæta upplifun þess á að stunda hestamennsku, stuðla að aukinni velferð hestsins og á sama tíma auka virði hans.“

Skylt efni: HorseDay

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...