Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér eru starfsmenn Öldunnar að sækja ullargalla í kaupfélagið fyrir pakkann. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Rósa Pálsdóttir kaupfélagsstjóri, Guðmundur Stefán Guðmundsson og Ölver Þráinn Bjarnason frá Öldunni.
Hér eru starfsmenn Öldunnar að sækja ullargalla í kaupfélagið fyrir pakkann. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Rósa Pálsdóttir kaupfélagsstjóri, Guðmundur Stefán Guðmundsson og Ölver Þráinn Bjarnason frá Öldunni.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 6. febrúar 2023

Fagnar nýburum með veglegum gjöfum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er gaman að segja frá því að Borgarbyggð fagnar öllum nýburum sveitarfélagsins með veglegum gjöfum, sem kallast Barnapakki.

Barnapakkinn inniheldur ýmsar nauðsynjavörur, sem koma sér vel á fyrstu mánuðum barnsins.

Verkefnið hófst árið 2019 en það ár fengu 35 börn pakka, árið 2020 voru þau 41 talsins, árið 2021 fengu 39 börn pakka. Á nýliðnu ári voru afhentir „Barnapakkar” til 39 barna og fjölskyldna þeirra.

Aldan hæfing, sem er verndaður vinnustaður sveitarfélagsins, sér um að taka pakkana saman og fara með á heilsugæsluna. Foreldrar og börnin fá svo pakkann í fyrsta ungbarnaeftirlitinu.

„Það er ótrúlega mikil ánægja með þetta verkefni og foreldrar himinlifandi þegar þau fá þessa veglegu gjöf. Að mörgu er að hyggja þegar foreldrum fæðist barn og ýmislegt sem barnið þarf á að halda.

Pakkinn inniheldur ýmsar nauðsynjavörur fyrir fyrstu mánuðina, sem kemur sér afar vel. Innihaldið í pakkanum í fyrra var til að mynda þvottastykki, taubleiur, húfur, vandaður ullargalli, blautþurrkur, snuð og krem fyrir móður og barn svo fáein dæmi séu tekin,“ segir María Neves, samskiptastjóri Borgarbyggðar.

Skylt efni: Borgarbyggð | Barnapakki

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...