Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér eru starfsmenn Öldunnar að sækja ullargalla í kaupfélagið fyrir pakkann. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Rósa Pálsdóttir kaupfélagsstjóri, Guðmundur Stefán Guðmundsson og Ölver Þráinn Bjarnason frá Öldunni.
Hér eru starfsmenn Öldunnar að sækja ullargalla í kaupfélagið fyrir pakkann. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Rósa Pálsdóttir kaupfélagsstjóri, Guðmundur Stefán Guðmundsson og Ölver Þráinn Bjarnason frá Öldunni.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 6. febrúar 2023

Fagnar nýburum með veglegum gjöfum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er gaman að segja frá því að Borgarbyggð fagnar öllum nýburum sveitarfélagsins með veglegum gjöfum, sem kallast Barnapakki.

Barnapakkinn inniheldur ýmsar nauðsynjavörur, sem koma sér vel á fyrstu mánuðum barnsins.

Verkefnið hófst árið 2019 en það ár fengu 35 börn pakka, árið 2020 voru þau 41 talsins, árið 2021 fengu 39 börn pakka. Á nýliðnu ári voru afhentir „Barnapakkar” til 39 barna og fjölskyldna þeirra.

Aldan hæfing, sem er verndaður vinnustaður sveitarfélagsins, sér um að taka pakkana saman og fara með á heilsugæsluna. Foreldrar og börnin fá svo pakkann í fyrsta ungbarnaeftirlitinu.

„Það er ótrúlega mikil ánægja með þetta verkefni og foreldrar himinlifandi þegar þau fá þessa veglegu gjöf. Að mörgu er að hyggja þegar foreldrum fæðist barn og ýmislegt sem barnið þarf á að halda.

Pakkinn inniheldur ýmsar nauðsynjavörur fyrir fyrstu mánuðina, sem kemur sér afar vel. Innihaldið í pakkanum í fyrra var til að mynda þvottastykki, taubleiur, húfur, vandaður ullargalli, blautþurrkur, snuð og krem fyrir móður og barn svo fáein dæmi séu tekin,“ segir María Neves, samskiptastjóri Borgarbyggðar.

Skylt efni: Borgarbyggð | Barnapakki

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f