Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Færri dráttarvélar seldar í Evrópu
Utan úr heimi 19. maí 2023

Færri dráttarvélar seldar í Evrópu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samtals voru næstum 215.000 dráttarvélar skráðar í þrjátíu löndum Evrópu árið 2022. Þar af voru 59.300 undir 50 hestöflum og 155.700 yfir 50 hestöflum.

Samtök evrópska landbúnaðarvélasala, CEMA, áætla að 165.200 af heildarfjölda traktora selda á árinu séu landbúnaðartæki. Restin eru farartæki sem geta farið í sama tollflokk og dráttarvélar, eins og fjórhjól. Á bak við þessar tölur liggja gögn frá 30 Evrópulöndum, þ.m.t. ESB-löndin, Bretland, Ísland, ásamt nokkrum Austur- Evrópulöndum, að Rússlandi og Úkraínu undanskildum. Frá þessu er greint í samantekt CEMA.

Samdráttur ársins 2022 var 8,7 prósent samanborið við 2021. Síðarnefnda árið var salan sú besta um árabil. CEMA fullyrðir að árið 2022 hefði orðið metár í dráttarvélasölu ef ekki hefði verið fyrir truflanir á aðfangakeðjum. Þar spila helst inn í langvarandi áhrif vegna Covid-19 heimsfaraldursins, sem voru gerð verri með innrás Rússa í Úkraínu á liðnu ári. Af þessu hafa hlotist tafir og hækkað verð á hrávörum og íhlutum.

Seinkanir framleiðslu minnkuðu eftir því sem leið á árið. Vegna óvenjumikillar eftirspurnar hjá kaupendum eru biðlistar eftir afhendingu dráttarvéla enn langir. Fyrir faraldur máttu kaupendur vænta þess að fá dráttarvélar afhentar á tveimur til þremur mánuðum. Nú eru biðlistarnir minnst hálft ár og birgðir vélasala í Evrópu með minnsta móti.

Mestur var samdrátturinn í sölu á dráttarvélum undir 130 hestöflum, eða 15,2 prósent milli 2021 og 2022.

Á móti kemur að 3,7 prósent aukning var í sölu á traktorum yfir 130 hestöflum. 39 prósent seldra dráttarvéla falla í síðarnefnda stærðarflokkinn. CEMA hefur þann varnagla á að vegna afhendingartafa og seinkana getur verið að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af raunverulegum óskum og þörfum kaupenda.

Nálægt 40 prósent allra nýrra dráttarvéla í tölum CEMA voru seldar í Frakklandi og Þýskalandi. Samdráttur var í flestum löndum Vestur-Evrópu, á meðan aukning var hjá nokkrum af Norðurlöndunum og Austur-Evrópu.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f