Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Fæðuöryggi snýst til dæmis um að við höfum nóg af öðrum matvælum, svo sem kjöti, grænmeti, mjólkurvörum, korni og svo framvegis, en einnig að tryggt sé aðgengi að áburði, fóðri, orkugjöfum af öllu því tagi sem þarf til matvælaframleiðslu og áfram mætti telja.
Fæðuöryggi snýst til dæmis um að við höfum nóg af öðrum matvælum, svo sem kjöti, grænmeti, mjólkurvörum, korni og svo framvegis, en einnig að tryggt sé aðgengi að áburði, fóðri, orkugjöfum af öllu því tagi sem þarf til matvælaframleiðslu og áfram mætti telja.
Mynd / Aðsend
Skoðun 29. september 2025

Fæðuöryggi byggir ekki bara á fiski

Höfundur: Þröstur Helgason

Fæðuöryggi sýnist mörgum tryggt á Íslandi enda flytjum við meira út af matvælum en við flytjum inn. Ástæðan er sterk staða sjávarútvegs og lagareldis. En fæðuöryggi snýst um annað og meira en fisk enda getum við ekki lifað á honum einum saman. Það snýst til dæmis um að við höfum nóg af öðrum matvælum, svo sem kjöti, grænmeti, mjólkurvörum, korni og svo framvegis, en einnig að tryggt sé aðgengi að áburði, fóðri, orkugjöfum af öllu því tagi sem þarf til matvælaframleiðslu og áfram mætti telja. Allir þessir þættir ásamt tryggum birgðakeðjum, skýru birgðahaldi og öruggum flutningsleiðum þurfa að vera til staðar svo við getum haldið því fram að hér sé fæðuöryggi fullnægt ef til ytri áfalla kæmi svo sem stríðsátaka eða af völdum loftslagsbreytinga.

Í frétt í síðasta blaði um nýja skýrslu um stöðu fæðuöryggis á Íslandi sem atvinnuvegaráðuneytið hefur birt kemur fram að staða þessara mála hér á landi sé ekki eins og best verður á kosið. Ísland sé viðkvæmt fyrir ytri áföllum hvað fæðuöryggi varðar. Íslensk búvöruframleiðsla sé nálægt því að uppfylla innanlandsþörf en hún sé mjög háð innfluttum aðföngum. Þannig sé takmörkuð kornframleiðsla og litlar olíubirgðir kerfisbundnir veikleikar í innlendri matvælaframleiðslu. Meira en 95 prósent af kornvörum, ávöxtum og jurtaolíum séu innflutt, auk verulegs hluta grænmetis.

Hið síðastnefnda vekur sérstaka athygli en á undanförnum tíu árum hefur hlutfall innlendrar grænmetisframleiðslu dregist saman um tíu prósent. Það er öfugþróun, enda kemur fram í skýrslunni að vannýtt tækifæri séu í garðyrkjuframleiðslu á landinu. Bent er á að full ástæða sé til þess að kanna möguleika á að beita stuðningskerfi landbúnaðarins til að styðja frekar við grænmetisframleiðslu innanlands.

Sömuleiðis er ástæða til þess að líta til þess að hér hefur sauðfé fækkað um nær 30% á síðasta áratug. Ástæðurnar eru auðvitað ýmsar en sú veigamesta vafalaust sú að rekstraraðstæður sauðfjárbænda hafa farið hratt versnandi á þessu tímabili. Sú þróun helst í hendur við veikari markaðsstöðu lambakjöts, en eins og fjallað hefur verið um hér á síðum blaðsins að undanförnu eru þar ýmis sóknarfæri sem verður að nýta.

Í skýrslunni kemur enn fremur fram að kornbirgðir í landinu endist einungis í fjórar til sex vikur og birgðir af annarri matvöru séu takmarkaðar. Olíubirgðir séu auk þess mældar í vikum, ólíkt því sem gerist í samanburðarlöndum. Íslensk búfjárframleiðsla byggi sömuleiðis um of á innfluttu fóðri og öðrum aðföngum. Allt eru þetta hlutir sem þarf að huga að til þess að fæðuöryggi sé tryggt í landinu.

Sjálfbær áburðarframleiðsla

Landeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum hér á landi og ljóst að á næstu árum getur uppbygging þessarar atvinnugreinar orðið gríðarleg. Áskoranir eru þó ýmsar í þessum rekstri. Ein þeirra er sú að mikill úrgangur verður til við framleiðsluna. Tilraunaverkefnið Terraforming LIFE  miðar að því þróa nýja aðferð til að framleiða áburð og lífgas úr þeim lífræna úrgangi sem fellur til við fiskeldi á landi og úr landbúnaði. Stefnt er að því að reisa verksmiðju við Þorlákshöfn árið 2028 sem frullbúin gæti framleitt allt að 100.000 tonn af áburði en innflutningur á áburði nemur sem stendur um 55.000 tonnum. Þetta þýðir að íslenskur landbúnaður gæti orðið sjálfum sér nægur um áburð.

Þetta eru gríðarlega góðar fréttir og gott dæmi um þá framsækni sem einkennir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Það mikilvæga skref var svo stigið í síðustu viku að undirrituð var viljayfirlýsing fjögurra landeldisfyrirtækja á Íslandi um formlegt samstarf sem miðar að sjálfbærri meðhöndlun úrgangsstrauma frá landeldi. Þessu ber að fagna.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...