Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fæðuklasinn og framtíðin
Af vettvangi Bændasamtakana 12. júlí 2024

Fæðuklasinn og framtíðin

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Íslenska fæðuklasanum var formlega hleypt af stokkunum fyrir nokkrum dögum síðan. Á þeim bæ er hugsað stórt til langrar framtíðar og íslenskar landbúnaðarafurðir settar í öndvegi.

Upphafsmaðurinn og brautryðjandinn er Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra sem reyndar hefur verið í leyfi frá þeim störfum til þess að koma þessu hugðarefni sínu á koppinn.

Ingibjörg og nýskipaðir meðstjórnendur hennar í Íslenska fæðuklasanum buðu til samsætis í Grósku hugmyndahúsi, þar sem klasinn hefur aðstöðu, undir lok júnímánaðar í tilefni þess að klasinn væri orðinn að veruleika. Það var ánægjulegt að sjá og heyra þrjá ráðherra ríkisstjórnarinnar taka til máls og mæra bæði íslenska landbúnaðinn og stofnun fæðuklasans. Ekki síður var skemmtilegt að heyra fyrrverandi forseta vorn, Ólaf Ragnar Grímsson, flytja langa tölu um þau miklu tækifæri sem fæðuframleiðsla á Íslandi stendur frammi fyrir.

Ingibjörg þakkaði Ólafi Ragnari fyrir ómetanlegan stuðning og ráðgjöf í mótunarferli fæðuklasans. Á meðal annarra hollra ráðgjafa nefndi hún m.a. okkar ötula og óþreytandi talsmann Guðna Ágústsson og einnig Þór Sigfússon, stofnanda og stjórnarformann Íslenska sjávarklasans, sem hefur um langa hríð skipt sjávartengda sprotastarfsemi miklu máli.

Í dag eru yfir 70 fyrirtæki og frumkvöðlar starfandi í ríflega fimm þúsund fermetra húsnæði sjávarklasans. Það væri ekki ónýtt fyrir landbúnaðinn ef Íslenski fæðuklasinn næði að byggjast upp með svipuðum hætti á komandi árum. Í máli Ingibjargar kom fram að um þessar mundir væri unnið að miklum fjölda verkefna- og bakhjarlasamninga og að viðtökur og áhugi viðmælenda hefði farið fram úr björtustu vonum.

Fæðuklasanum er ætlað að ná yfir hvers kyns fæðutengda starfsemi og landbúnað, ræktun, framleiðslu og vinnslu og einnig bæði sölu og neyslu. Klasinn vill vera hvetjandi vettvangur samstarfs fyrirtækja, frumkvöðla og stofnana með verðmætaskapandi verkefni í fyrirrúmi. Það hljómar svo sannarlega vel í eyrum okkar allra sem sinnum landbúnaði og fæðuframleiðslu við aðstæður sem engum dylst að eru einstakar í heiminum og ekki síst eftir
því sem hlýnun jarðar virðist aukast með hverju árinu sem líður.

Í Facebook-færslu sinni um Íslenska fæðuklasann segir Ingibjörg Davíðsdóttir m.a.: „Ræturnar mínar í sveitinni hafa tosað mig að sér síðustu ár. Hef lengi haft brennandi áhuga á eflingu byggðar í landinu, ekki síst með aukinni verðmætasköpun í landbúnaði og fæðutengdri starfsemi. Mér hefur þótt vanta stoðkerfi sem skapar og styður frjóan jarðveg fyrir frumkvöðlastarf og nýsköpun í þessum geira. Íslenski fæðuklasinn ætlar að verða þessi stoð og er þannig upp settur upp að hann nýtist sem best til verðmætasköpunar í þessum geira, hann þjóni landinu í heild og stuðli að byggðafestu.“

Íslenski fæðuklasinn hyggst koma víða við. Hann vill efla nýsköpun í landbúnaði og fæðutengdri starfsemi, þjóna sem vettvangur ráðgjafar, greininga, stuðnings og tengslamyndunar, styðja við frumkvöðlastarf, auka samkeppnishæfni, verðmætasköpun og vöxt, draga úr vistspori íslenskrar fæðuframleiðslu og byggja brýr og skapa möguleika á samstarfsverkefnum milli landsvæða og atvinnugreina.

Það verður ákaflega spennandi að fylgjast með vexti og viðgangi Íslenska fæðuklasans á næstu misserum og árum. Að baki honum eru stórhuga frumkvöðlar og nafntogaðir reynsluboltar í ráðgjafateyminu. Tímasetningin til þess að ýta verkefni af þessu tagi úr vör virðist vera hárrétt. Augu og eyru stjórnvalda hafa sem betur fer opnast fyrir mikilvægi íslenskrar fæðuframleiðslu og með margvíslegum hætti má finna fyrir metnaði og aukinni bjartsýni í röðum bænda á viðunandi framlegð frá búrekstrinum. Síðast en ekki síst finnst mér ég finna hvar sem ég kem að áhugi landsmanna á framleiðslu og framsækni í landbúnaðargeiranum sé stöðugt að aukast.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að aukin þekking og tækni muni leggja grunn að miklum breytingum til batnaðar í landbúnaðarframleiðslunni. Ég er heldur ekki í vafa um að tilurð þessa nýja sprota geti orðið aflvaki alls kyns verðmætaskapandi nýjunga sem muni efla hag landbúnaðarframleiðslunnar enn frekar. Þess vegna fylgja Íslenska fæðuklasanum góðar óskir um velgengni í uppbyggingu sinni og öflugan stuðning frá stjórnvöldum og íslensku atvinnulífi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...