Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ellert frá Baldurshaga er ýruskjóttur. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu.
Ellert frá Baldurshaga er ýruskjóttur. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu.
Mynd / Daníel Ingi Larsen
Fréttir 6. apríl 2017

Einstakt litaafbrigði í íslenska hrossastofninum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Bændablaðið fregnaði af því að á Íslandi væri nú til graðfoli sem kominn er á fjórða vetur og er með einstakan lit. Freyja Imsland, doktor í erfðafræði, og Baldur Eiðsson, eigandi folans, staðfestu að svo væri.
 
Folinn sem um ræðir heitir Ellert og er frá Baldurshaga. Hann er óvanalegur á lit, bleikálóttur, breið-blesóttur, með stórt og mikið vagl í báðum augum. Fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Litmynstrið á Ellerti er kallað ýruskjótt.
 
Gerð var sameindaerfðafræðileg rannsókn á Ellerti, og leiddi hún í ljós að hann ber glænýjan erfðaeiginleika sem kemur svona fram í litnum. 
 
„Enn sem komið er er Ellert eini hesturinn í gervallri veröld sem ber nákvæmlega þessar literfðir. En þó vitum við eitthvað um litinn, út frá sameindafræðilegum skyldleika við hóp þekktra literfða sem finna má í ýmsum erlendum hrossakynjum. Þessi hópur lita nefnist ríkjandi hvítt, og er þekktastur þannig að fullorðin hross eru oft alhvít, með bleika húð en dökk augu,“ segir Freyja Imsland. 
 
– Sjá nánar á bls. 23 í nýju Bændablaði.
Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...