Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fréttir 14. nóvember 2024

Einkageirinn brýndur til einbeittari verka

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á COP29 á m.a. að hvetja einkageirann til meiri samvinnu við hið opinbera og loftslagsfjármálin verða tekin til kostanna.

Aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP29, fer fram 11. til 22. nóvember í Bakú í Aserbaísjan. Helstu umfjöllunaratriði þingsins nú, hins 29. í röðinni, eru að brúa bilið í loftslagsfjármálum fyrir sprota- og þróunarmarkaði, lausnir í hreinni orku og samgöngum, að efla hringlaga hagkerfishætti, þróa umbreytingarleiðir í hreint núllhagkerfi og sjálfbær landnýting og skógvernd.

Flýta verður framförum

Heimsloftslagsráðstefnan 2024 fer svo fram 17. nóvember. Lykiláherslan verður á loftslagsfjármál og framkvæmd þess að halda 1,5 gráða markmiðinu innan seilingar. Talið er að knýja þurfi hratt fram auknar fjárhagslegar skuldbindingar, frá bæði opinbera- og einkageiranum, til að flýta fyrir framförum. Þá er stefnt að sameiginlegri ákvörðun forystufólks aðildarríkjanna á ráðstefnunni um að auka orkugeymslugetu á heimsvísu í 1.500 GW fyrir árið 2030.

Ráðstefnan í Bakú miðar að því að efla verulega áhrif samvinnu hins opinbera og einkageirans til að ná fram þeirri stefnu, nýjungum og fjárfestingum sem krafist er í raunhagkerfinu til að ná 2030-umbreytingarmarkmiðum og nettó-núll og náttúrujákvæðum heimi fyrir 2050. Búist er við um 50 þúsund þátttakendum.

COP16 lokið

COP16, aðildarríkjaþing rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, fór svo fram í Kólumbíu, 21. október til 1. nóvember undir yfirskriftinni Friður við náttúruna. Hún þótti skila takmörkuðum árangri og tókst aðildarríkjum t.d. ekki að koma sér saman um hvernig herða mætti á fjármögnun til tegundaverndar.
Ísland hefur skuldbundið sig til að vernda 30% land- og hafvistkerfa fyrir árið 2030.

Skylt efni: COP29

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...