Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Egilsstaðakot
Bóndinn 13. desember 2018

Egilsstaðakot

Egilsstaðakot hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan 1928. Á bænum eru 11 ára fjárhús/hesthús, 2 ára nautgripahús (kallað Steikhúsið), fjós byggt 1974, með endurbótum 2002 með mjaltabás 2x5, og hesthús endurbyggt 2012. 
 
Þorsteinn Logi hefur verið með kindurnar síðan 2007 og tók ásamt Cathy við kúnum 1. júlí 2017. Sameiginlega er stunduð hrossarækt á bænum.
 
Býli: Egilsstaðakot.
 
Staðsett í sveit: Flóahreppi.
 
Ábúendur: Þorsteinn Logi Einarsson og Cathy Krentel, börn þeirra, Elín Dóra, 4 ára og Hermundur Karl, 4 mánaða, auk foreldra Þorsteins, Einars Hermundsssonar og Elínar Bjarnveigar Sveinsdóttur. Þau eru með hrossarækt auk þess sem þau eru yngri hjónunum innan handar og létta undir með önnur störf.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ásamt okkur sex erum við með þrjá hunda og tvo fjósaketti. 
 
Stærð jarðar?  Jörðin er 260 ha og leiguland að auki. 
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 220 nautgripir, þar af 52 mjólkurkýr, 350 kindur og samtals um 50–60 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgunmjaltir eru græjaðar fyrir morgunkaffi sem er um klukkan 8.30. Gegningar kláraðar fyrir hádegi. 
 
Eftir hádegi er tíminn notaður til aukastarfa, viðhalds eða útréttinga. Um klukkan 17 er síðan farið í kvöldgegningar og mjaltir og reynt að klára fyrir klukkan 20.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Erfitt að gera upp á milli. Skemmtun er að vissu leyti ákvörðun, flest verk eru skemmtileg þegar vel gengur. Leiðinlegast er þegar illa gengur eða þegar maður missir góðar skepnur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti batna, synd ef þátttaka fer minnkandi. 
Ekki hægt að hafa tvær leiðir, annaðhvort þurfum við að fara þá leið að bændur séu í búgreinafélögum og þau síðan sameinast í bændasamtökunum eða að leggja niður búgreinafélögin og hverfa aftur til búnaðarfélaganna.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við gætum vel að hreinleika og gæðum vara okkar og við að upplýsa neytendur um það góða sem við erum að gera í íslenskum landbúnaði. 
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Í lambakjöti, skyri og grænmeti.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, AB mjólk og SS skinka.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille og folaldakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sennilega þegar við fengum til okkar í sauðburð skólakrakka frá Bandaríkjunum sem voru að læra sjálfbæra þróun. Þau vildu fá að upplifa eitthvað einstakt þannig að við hreiðruðum um þau í einni stíunni innan um ærnar, þar sem þau gistu um nóttina.

7 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...