Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bergsstaðir í Miðfirði er fyrsti bærinn í Miðfjarðarhólfi þar sem riða í sauðfé greinist.
Bergsstaðir í Miðfirði er fyrsti bærinn í Miðfjarðarhólfi þar sem riða í sauðfé greinist.
Í deiglunni 12. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á liðlega 40 árum hafa rúmlega 850 hjarðir verið skornar niður á Íslandi, með meira en 200 þúsund fjár. Mörkuð var stefna af hálfu stjórnvalda árið 1986, þegar vitað var um riðu á um 100 bæjum, að freista þess að útrýma veikinni úr landinu með skipulögðum niðurskurði á öllum bæjum þar sem riðan var staðfest. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan.

Árið 2020 voru staðfest riðutilfelli á sex bæjum, annars vegar í Húna- og Skagahólfi og hins vegar í Tröllaskagahólfi. Síðan bættust við tilfelli á þremur bæjum í Vatnsneshólfi og Húna- og Skagahólfi árið 2021 – og nú nýjast í tveimur hjörðum í Miðfjarðarhólfi. Samtals hefur verið skorið niður um 6.500 fjár á þeim tíma.

Í kjölfar tilfellanna á Norðurlandi árið 2020 var Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir fengin til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki. Hún skilað drögum til matvælaráðuneytisins í desember 2021 og nú nýlega tilkynnti matvælaráðherra um breytta nálgun við útrýmingu á riðuveiki með því að beita riðuþolnum arfgerðum.

Ákall bænda er nú hávært um nauðsyn þess að breyta ekki aðeins nálgun við útrýmingu á riðuveiki í sauðfé heldur einnig þeim bótaréttindum sem bændum standa til boða við þær aðstæður þegar þeir eru sviptir sínum bústofni, ævistarfi og ástríðu. Reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar er að stofni til frá 2001 og er samdóma álit þeirra bænda sem rætt er við í 11. tölublaði Bændablaðsins – og lentu í niðurskurði á árunum 2020 til 2023 – að hún sé úrelt.

Viðtal við bændur á Bergsstöðum í Miðfirði

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...