Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu.
Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu.
Fréttir 15. október 2022

Dreifbýliskonur framleiða góðan mat fyrir alla

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Alþjóðadagur dreifbýliskvenna er 15. október og er af því tilefni haldinn hátíðlegur hjá Sameinuðu þjóðunum.

Dreifbýliskonur eru fjórðungur af mannfjölda heimsins en undir 20 prósent af landeigendum á heimsvísu eru konur. Þar sem konur í dreifbýli víða um heim vinna ólaunaða vinnu er framlag þeirra til atvinnulífsins á landsbyggðinni mjög vanmetið.

Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu. Þrátt fyrir þetta standa þær frammi fyrir viðamikilli mismunun þegar kemur að eignarhaldi á landi, búfé, jöfnum launum, aðgangi að auðlindum, lánsfé, markaði og þátttöku í ákvörðunum. Það að viðurkenna að dreifbýliskonur hafi jafna stöðu, um leið að auka aðgang þeirra að landi og öðrum auðlindum til framleiðslu, fjárfestingum, lánum, þjálfun og upplýsingum mun leggja sitt af mörkum fyrir sjálfbæra þróun.

Með því að bæta líf kvenna á landsbyggðinni er lykill að því að berjast gegn fátækt og hungri. Verði konum veitt sömu tækifæri og körlum í landbúnaði, sérstaklega í þróunarlöndum, gæti framleiðsla landbúnaðarvara aukist um 2,5 til 4 prósent í fátækustu héruðum heimsins og vannærðu fólki gæti fækkað um allt að 17 prósent

Á alþjóðadegi dreifbýliskvenna er slagorðið: „Dreifbýliskonur framleiða góðan mat fyrir alla“ og leggja Sameinuðu þjóðirnar áherslu á að störf þeirra séu hvarvetna viðurkennd og krefjast þess að í dreifbýli verði jöfn tækifæri fyrir alla.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...