Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lilja og Lýður þegar þau hittust á Eyrarbakka til að undirrita samninginn og ráðherrann notaði þá tækifæri til að skoða húsið.
Lilja og Lýður þegar þau hittust á Eyrarbakka til að undirrita samninginn og ráðherrann notaði þá tækifæri til að skoða húsið.
Mynd / Byggðasafn Árnesinga
Fréttir 8. mars 2021

Byggðasafn Árnesinga flytur í nýtt húsnæði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í vor flytur Byggðasafn Árnesinga innri aðstöðu sína úr Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka í Búðarstíg 22, sem er að jafnaði nefnt Alpan-húsið á Eyrarbakka.

Húsnæðið var keypt af safninu árið 2019 fyrir innra safnastarf, skrifstofur, varðveisluaðstöðu, fræðslurými og sýningarsal. „Við höfum unnið að framkvæmdum við nýja húsið upp á síðkastið en Grímur Jónsson, verktaki á Selfossi, og menn hans ásamt undirverktökum, hafa unnið að viðgerðum og aðlögun húsnæðis að nýju hlutverki. Framkvæmdum lýkur í apríl,“ segir Lýður Pálsson safnstjóri. Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra var nýlega stödd á Eyrarbakka og skrifaði þá fyrir hönd ráðuneytisins undir samning við Byggðasafn Árnesinga um 25 milljóna króna stofnstyrk til safnsins vegna kaupa og framkvæmda við Búðarstíg 22. Styrkur þessi á sér stoð í safnalögum þar sem viðurkennd söfn geta sótt um stofnframlag til uppbyggingar húsnæðis. Ráðherra skoðaði húsið og síðan skrifuðu hún og Lýður Pálsson safnstjóri undir samninginn.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...