Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lilja og Lýður þegar þau hittust á Eyrarbakka til að undirrita samninginn og ráðherrann notaði þá tækifæri til að skoða húsið.
Lilja og Lýður þegar þau hittust á Eyrarbakka til að undirrita samninginn og ráðherrann notaði þá tækifæri til að skoða húsið.
Mynd / Byggðasafn Árnesinga
Fréttir 8. mars 2021

Byggðasafn Árnesinga flytur í nýtt húsnæði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í vor flytur Byggðasafn Árnesinga innri aðstöðu sína úr Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka í Búðarstíg 22, sem er að jafnaði nefnt Alpan-húsið á Eyrarbakka.

Húsnæðið var keypt af safninu árið 2019 fyrir innra safnastarf, skrifstofur, varðveisluaðstöðu, fræðslurými og sýningarsal. „Við höfum unnið að framkvæmdum við nýja húsið upp á síðkastið en Grímur Jónsson, verktaki á Selfossi, og menn hans ásamt undirverktökum, hafa unnið að viðgerðum og aðlögun húsnæðis að nýju hlutverki. Framkvæmdum lýkur í apríl,“ segir Lýður Pálsson safnstjóri. Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarráðherra var nýlega stödd á Eyrarbakka og skrifaði þá fyrir hönd ráðuneytisins undir samning við Byggðasafn Árnesinga um 25 milljóna króna stofnstyrk til safnsins vegna kaupa og framkvæmda við Búðarstíg 22. Styrkur þessi á sér stoð í safnalögum þar sem viðurkennd söfn geta sótt um stofnframlag til uppbyggingar húsnæðis. Ráðherra skoðaði húsið og síðan skrifuðu hún og Lýður Pálsson safnstjóri undir samninginn.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...