Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Búvörulögin á dagskrá Alþingis
Fréttir 17. maí 2016

Búvörulögin á dagskrá Alþingis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búvörulögin eru á dagskrá Alþingis á fundi sem hófst klukkan 13.30 í dag. Lögin eru stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í samantekt vegna umræðunnar segir að markmið búvörulaganna sé að styðja innlenda landbúnaðarframleiðslu.

Helstu breytingar og nýjungar
Lagabreytingarnar sem frumvarpið hefurí för með sér tengjast fjórum rammasamningum, þ.e. um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga fyrir garðyrkju, sauðfjárrækt og nautgriparækt.

Helstu breytingarnar snúa að nautgriparækt en þar verður vægi greiðslna út á innvegna mjólk auk gripagreiðslna aukið en á móti mun vægi greiðslna út á greiðslumark verða þrepað niður og núverandi opinber verðlagning á mjólk felld niður.

Í sauðfjárrækt verður vægi gæðastýringar aukið og greiðslur út á greiðslumark þrepaðar niður á móti. Tekinn verður upp býlisstuðningur á árinu 2018 en honum er einkum ætlað að styðja við fjölskyldubú og gripagreiðslur árið 2020.

Breytingar á lögum og tengd mál
Breyta á búvörulögum nr. 99/1993 og búnaðarlögum nr. 70/1998 auk lítilsháttar breytinga á tollalögum nr.80/2005.

Kostnaður og tekjur
Gert er ráð fyrir 12,8 milljarða útgjöldum í ár en ríflega 13,5 milljarða árlegum útgjöldum árin 2017-2019 gangi lögin í gegn.
 

Skylt efni: Alþingi

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...