Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Brúðhjónin sæl og ánægð með sig á kornakrinum í Gunnarsholti þar sem þau hafa ræktað korn frá árinu 2004.
Brúðhjónin sæl og ánægð með sig á kornakrinum í Gunnarsholti þar sem þau hafa ræktað korn frá árinu 2004.
Mynd / Vilhjálmur Gunnarsson og Dagmar Jóhannsdóttir
Líf&Starf 26. október 2017

Brúðarvöndurinn endurspeglaði búskapinn og áhugamálin

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Á vormánuðum gerðist sá skemmti­legi atburður í ferð íslenskra bænda til Noregs að í fyrsta sinn í sögu Bændaferða (Hey Iceland) var borið upp bónorð í ferð með ferðaskrifstofunni í Lysefjorden-bjór­brugg­húsinu í Bergen.  Brynjólfur Þór Jóhannsson fór niður á skeljarn­ar fyrir sína heitt­elskuðu, Piu Ritu Simone Schmauder,  við mikinn fögnuð við­staddra, en þau eru kúabændur á bæn­um Kolholtshelli í Flóahreppi.
 
Þann 11. september síðastliðinn rann stóri dagurinn upp fyrir Piu og Brynjólf þegar þau giftu sig í faðmi fjölskyldunnar á kornakri í Gunnarsholti með Heklu í baksýn, og það sem meira var, þenn­an dag fagnaði Pia einnig 50 ára afmæli sínu.
 
„Við ákváðum að gifta okkur í sumar og ég var búin að bjóða mínu fólki frá Þýskalandi í afmælið mitt sem bar upp á sama dag en því miður komst enginn þaðan. Sumir fengu ekki frí, aðrir vildu frekar koma að sumri til Íslands og einn hópurinn sem ætlaði að koma missti flugmiða sína hjá Berlin Air sem varð gjaldþrota á þessum tíma,“ útskýrir Pia og segir jafnframt:
 
„Eftir að Brynjólfur hafði dvalið á sjúkrahúsi um stund vildum við fagna þessum tímamótum í litlum hóp og því voru þetta eingöngu börnin okkar, systkini Brynjólfs og þeirra fjölskyldur ásamt vottum. Við giftum okkur í sól og blíðu síðla dags þann 11. september á kornakrinum okkar í Gunnarsholti með Heklu í baksýn. Guðbjörg Árnadóttir var prestur og var dagurinn mjög vel heppnaður í alla staði. Brúðarvöndurinn endurspeglaði búskapinn hjá okkur og áhugamálin. 
 
Vöndurinn var úr byggstráum og í miðjunni var lítil Deutz-dráttarvél sem er áhugamálið hans Brynjólfs. Síðan voru hestar og kúahár eins og ullarband fyrir allar dýrategundirnar á bænum og ég náði einnig að festa prjónana mína í vöndinn. Það var skemmtilegt að geta náð þessu öllu saman í vöndinn og við erum himinsæl með daginn.“ 

6 myndir:

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...