Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Breyting rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði
Mynd / HKr.
Líf&Starf 24. ágúst 2021

Breyting rekstrarleyfis Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur breytt  rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. til fiskeldis í Berufirði í samræmi við 13. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi . Tillaga að breyttu rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar þann 31. maí 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. júní 2021.

Fiskeldi Austfjarða sótti um breytingu á rekstrarleyfi fyrir allt að 9.800 tonna hámarkslífmassa, þar af 7.500 tonn af frjóum laxi og 2.300 tonn af ófrjóum laxi, í kynslóðaskiptu sjókvíeldi í Berufirði á breyttum eldissvæðum, Gautavík, Hamraborg I, Glímeyri og Svarthamarsvík, ásamt breytingu á útsetningaráætlun.

Hámarkslífmassi eldisins vegna rekstrarleyfis FE-1138 í Berufirði mun ekki fara yfir 9.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat Berufjarðar. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um breytingu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f