Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Brekka
Bóndinn 28. febrúar 2019

Brekka

Birkir Ármannsson og Brynja Rúnarsdóttir keyptu jörðina Brekku í Þykkvabæ  vorið 1998 af Ágústi Helgasyni og Þóru Kristínu Runólfsdóttur. 

Árið 2002 keyptu þau hluta af jörðinni Skinnum og 2015 fjárfestu þau í landi á jörðinni Húnakoti. Á jörðinni er stunduð kartöflurækt, sauðfjárrækt ásamt rækt á nokkrum hrossum. 

Býli: Brekka.

Staðsett í sveit: Þykkvibær í Rangárþingi ytra.

Ábúendur: Birkir Ármannsson og Brynja Rúnarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Í Brekku búa Brynja og Birkir ásamt börnum sínum, Bjarnveigu Björk, 19 ára, Bergrúnu Önnu, 17 ára, Birki Hreimi, 15 ára og hundinum Ösku Snælist. Uppkomin börn eru tvö, Guðmundur Gunnar, 31 árs, maki Guðrún Ýr, og Glódís Margrét, 28 ára, maki Eiríkur. Barnabörnin eru Gunnar Baltasar, 10 ára, Mikael Máni, 9 ára, Ólafur Kolbeinn, 4 ára, Brynja María, 2 ára og Brynjólfur Marvin, 2 mánaða. 

Stærð jarðar? 300 hektarar þar af 45 ræktaðir.

Gerð bús? Kartöflurækt, sauðfé og hestar.

Fjöldi búfjár og tegundir? 70 kindur og 30 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna er byrjað á gegningum á morgnana, yfir daginn er sinnt kartöfluplöntunum, svo í lok dags er litið í fjárhúsin.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburðurinn á góðum vordegi ásamt því að taka upp kartöflur með allri stórfjölskyldunni í góðu haustveðri.

Leiðinlegasta starfið er án efa að taka upp kartöflur í vondu og votu veðri, sérstaklega þegar það dregst fram í október.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi í blóma með auknum tækifærum.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í góðum farvegi. Það er ekkert sjálfgefið að fólk gefi sig í þau, en þeir sem sinna þeim gera sitt besta.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það verður smá brekka núna ef frumvarp landbúnaðarráðherra nær fram að ganga. En við höfum sérstöðu með okkar landbúnaðarafurðir. Við treystum íslenskum neytendum til að velja hreinleika íslenskra afurða.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Það verða alltaf tækifæri að flytja út íslenskar landbúnaðarvörur. Nýjasta dæmið er að Danir er farnir að kaupa íslenska agúrku. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 10 árum?

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það eru alltaf til berjasultur, egg, mjólk og gulrætur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Á sumrin eru nýuppteknar kart-öflur með smjöri og salti langvinsælastar.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við gáfum fólki færi á því að koma á akurinn og taka upp kartöflur því vætan var svo mikil það haustið að vélar komust ekki um í honum.

3 myndir:

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...