Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændur standa vaktina
Lesendarýni 19. mars 2020

Bændur standa vaktina

Höfundur: Heiðbrá Ólafsdóttir

Samfélagið okkar er litað af COVID-19 og áskoranir þjóðfélagsins hrannast upp. Mikilvægi íslensks landbúnaðar sannar sig enn á ný, mikilvægi þess að þjóð lengst út í ballarhafi búi við fæðuöryggi. 

Íslenskur landbúnaður er allskonar og á bakvið landbúnaðinn standa allskonar bændur. Bændur sem eru í allskonar aðstæðum og í öllum veðrum allt árið í kring að sinna sínum búskap, að gera það sem þarf að gera. Íslenskur landbúnaður samanstendur af bændum um land allt sem eiga það sameiginlegt að takast á við hvern dag með því hugarfari og með það að leiðarljósi að gera sitt allra besta þann daginn, alveg sama hvað bjátar á.

Sterkur grunnur íslensks landbúnaðar er byggður fyrst og fremst á þrautseigju og dugnaði bænda í aldaraðir. Með einum eða öðrum hætti, þá munu bændur landsins, á morgun sem og ávallt áður, standa vaktina og tryggja matvælaframleiðslu landsins. Ljósin munu loga í sveitum landsins.

Njótum afrakstursins – veljum íslenskt

Ég vil hvetja bændur landsins að sýna ábyrgð og samstöðu í verki á þessum undarlegu tímum sem við stöndum frammi fyrir. Stöndum þétt saman er við mætum áskorunum morgundagsins.

Höfundur er lögfræðingur, kúabóndi og situr í stjórn Miðflokksins í Rangárþingi.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...