Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændur standa vaktina
Lesendarýni 19. mars 2020

Bændur standa vaktina

Höfundur: Heiðbrá Ólafsdóttir

Samfélagið okkar er litað af COVID-19 og áskoranir þjóðfélagsins hrannast upp. Mikilvægi íslensks landbúnaðar sannar sig enn á ný, mikilvægi þess að þjóð lengst út í ballarhafi búi við fæðuöryggi. 

Íslenskur landbúnaður er allskonar og á bakvið landbúnaðinn standa allskonar bændur. Bændur sem eru í allskonar aðstæðum og í öllum veðrum allt árið í kring að sinna sínum búskap, að gera það sem þarf að gera. Íslenskur landbúnaður samanstendur af bændum um land allt sem eiga það sameiginlegt að takast á við hvern dag með því hugarfari og með það að leiðarljósi að gera sitt allra besta þann daginn, alveg sama hvað bjátar á.

Sterkur grunnur íslensks landbúnaðar er byggður fyrst og fremst á þrautseigju og dugnaði bænda í aldaraðir. Með einum eða öðrum hætti, þá munu bændur landsins, á morgun sem og ávallt áður, standa vaktina og tryggja matvælaframleiðslu landsins. Ljósin munu loga í sveitum landsins.

Njótum afrakstursins – veljum íslenskt

Ég vil hvetja bændur landsins að sýna ábyrgð og samstöðu í verki á þessum undarlegu tímum sem við stöndum frammi fyrir. Stöndum þétt saman er við mætum áskorunum morgundagsins.

Höfundur er lögfræðingur, kúabóndi og situr í stjórn Miðflokksins í Rangárþingi.

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...