Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í miðborg Lundúna mátti sjá 10.000 andstæðinga hækkaðs erfðaskatts á bújarðir.
Í miðborg Lundúna mátti sjá 10.000 andstæðinga hækkaðs erfðaskatts á bújarðir.
Mynd / Lena Kristin Müller
Utan úr heimi 4. desember 2024

Bændur mótmæla erfðaskatti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Til stendur að taka úr gildi undanþágu á erfðaskatti fyrir jarðir sem eru metnar á meira en 180 milljónir króna. Það hefur vakið reiði meðal bænda.

Þann 19. nóvember síðastliðinn komu þúsundir bænda saman í miðborg Lundúna til þess að mótmæla stefnu stjórnvalda. Samkvæmt nýjum fjárlögum mun undanþága á erfðaskatti vegna bújarða breytast árið 2026. Nú eru bújarðir alveg undanskildar skattinum, en í apríl 2026 stendur til að hefja innheimtu á 20 prósent skatti vegna bújarða sem eru meira en 180 milljóna króna virði. Sú skattprósenta er helmingi lægri en vegna hefðbundinna erfðamála. Frá þessu greinir The New York Times.

Þrátt fyrir að stjórnvöld fullyrði að 73 prósent bújarða verði ekki fyrir áhrifum, hafa gagnrýnendur bent á að í fjölda tilfella muni bændur þurfa að selja jarðir við kynslóðaskipti í staðinn fyrir að halda búrekstrinum áfram.

Tom Bradshaw, formaður bresku bændasamtakanna, segir að stéttin líti á þetta sem svik stjórnvalda. Skatturinn myndi ógna fjölskyldubúum og gera framleiðslu matvæla dýrari. Samkvæmt lögreglu voru meira en 10.000 manns samankomnir til að mótmæla í nágrenni við þinghúsið í Lundúnum. Á mótmælunum mátti sjá fjölda dráttarvéla, en breskir bændur stóðu þó ekki í eins harkalegum aðgerðum við mótmæli eins og þekkist meðal evrópskra starfsbræðra þeirra.

Skylt efni: Bretland

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...