Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í miðborg Lundúna mátti sjá 10.000 andstæðinga hækkaðs erfðaskatts á bújarðir.
Í miðborg Lundúna mátti sjá 10.000 andstæðinga hækkaðs erfðaskatts á bújarðir.
Mynd / Lena Kristin Müller
Utan úr heimi 4. desember 2024

Bændur mótmæla erfðaskatti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Til stendur að taka úr gildi undanþágu á erfðaskatti fyrir jarðir sem eru metnar á meira en 180 milljónir króna. Það hefur vakið reiði meðal bænda.

Þann 19. nóvember síðastliðinn komu þúsundir bænda saman í miðborg Lundúna til þess að mótmæla stefnu stjórnvalda. Samkvæmt nýjum fjárlögum mun undanþága á erfðaskatti vegna bújarða breytast árið 2026. Nú eru bújarðir alveg undanskildar skattinum, en í apríl 2026 stendur til að hefja innheimtu á 20 prósent skatti vegna bújarða sem eru meira en 180 milljóna króna virði. Sú skattprósenta er helmingi lægri en vegna hefðbundinna erfðamála. Frá þessu greinir The New York Times.

Þrátt fyrir að stjórnvöld fullyrði að 73 prósent bújarða verði ekki fyrir áhrifum, hafa gagnrýnendur bent á að í fjölda tilfella muni bændur þurfa að selja jarðir við kynslóðaskipti í staðinn fyrir að halda búrekstrinum áfram.

Tom Bradshaw, formaður bresku bændasamtakanna, segir að stéttin líti á þetta sem svik stjórnvalda. Skatturinn myndi ógna fjölskyldubúum og gera framleiðslu matvæla dýrari. Samkvæmt lögreglu voru meira en 10.000 manns samankomnir til að mótmæla í nágrenni við þinghúsið í Lundúnum. Á mótmælunum mátti sjá fjölda dráttarvéla, en breskir bændur stóðu þó ekki í eins harkalegum aðgerðum við mótmæli eins og þekkist meðal evrópskra starfsbræðra þeirra.

Skylt efni: Bretland

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...