Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bændur fá fullt afurðaverð út 2016
Fréttir 28. desember 2015

Bændur fá fullt afurðaverð út 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mjólkurframleiðendur munu fá fullt afurðaverð frá MS út árið 2016 þrátt fyrir að mjólkurframleiðsla í landinu sé umfram markaðsþarfir. Sem stendur er tap á útflutningi mjólkurafurða en leitað er nýrra og hagstæðari markaða og ýmsar blikur á loft hvað það varðar.

Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS, segir rétt að út frá rekstrarlegum forsendum sé óhagstætt að greiða bændum fullt afurðasöluverð fyrir alla mjólk sem þeir framleiða en að það verði gert út árið 2016 eins og lofað hafi verið.
„Málið var tekið fyrir á síðasta stjórnarfundi MS og bændur geta því gert ráð fyrir fullu afurðastöðuverði út árið 2016. Að baki MS standa Auðhumla, samvinnufélag bænda og Kaupfélag Skagfirðinga. Auðhumla á 90% í MS og KS 10% og þessir eigendur ætla að stand þétt að baki MS og komast í gegnum þann skafl sem fram undan er.“

Búvörusamningurinn á réttri leið

„Hvað nýjan búvörusamning varðar tel ég að við séum á réttri leið með því að spyrða saman núverandi kerfi og því kerfi sem á að taka við þrátt fyrir að enn vanti töluvert upp á allar útfærslur. Uppleggið er aftur á móti gott að mínu viti.“

Framleiðslan umfram núverandi markaðsþörf

Egill er spurður hvort ekki sé hætta á offramleiðslu á mjólk hér ef framleiðslan verður gefin frjáls alveg eins og gerst hefur í Evrópu.

„Við erum nú þegar að framleiða talsvert umfram markaðsþörf Íslendinga. Umframleiðslan í Evrópu á sér ýmsar aðrar skýringar en að framleiðslan hafi verið gefin frjáls. Lokun á Rússlandsmarkaði og tregða í sölu í Asíu hafa haft mikil áhrif til lækkunar á hráefnisverði.

Sem stendur töpum við á því að flytja út mjólkurvörur meðal annars vegna þess að bændur eru að fá umframverð fyrir mjólkina og MS er að taka höggið.

Við erum stöðugt að leita nýrra og betri markaða fyrir okkar vörur og geta þannig borgað bændum hærra verð.“

Áform um að fjórfalda skyrsöluna til Bandaríkjanna

„Útflutningurinn í dag er að mestu smjör í stórum pakkningum og mjólkurduft í sekkjum. Af fullunnum afurðum eru við að flytja út talsvert af skyri og horfum mikið til Sviss og teljum markaðinn þar lofa góðu. Við erum einnig með áform um að fjórfalda skyrsöluna til Bandaríkjanna á næstu árum í samstarfi við nýja aðila þar. Einnig stendur til að endurmarkaðssetja íslenskt smjör í Whole Food-verslununum í Bandaríkjunum sem við urðum að hverfa frá á sínum tíma vegna hráefnisskorts,“ segir Egill.

Styrkir greinina sem heild

Egill segir að greiðslumarkskerfið sem hefur verið í gildi í mjólkurframleiðslu hafi verið hugsað til að stýra framleiðslunni á sínum tíma.

„Að mínu mati mun það styrkja stöðu greinarinnar sem heild að gefa framleiðsluna frjálsa en að sjálfsögðu mun breytingin á kerfinu hitta ólíka framleiðendur með ólíkum hætti.

Kostnaðurinn sem fylgir kvótakerfinu er talsverður og það verður öllum til góðs að losna við hann þegar fram í sækir en kerfið eins og það er nú hefur verið mjög dýrt og íþyngjandi síðustu árin fyrir greinina í heild.“

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...