Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen
Fréttir 12. júlí 2018

Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen

Höfundur: Vilmundur Hansen

Varðveisla erfðaefnis nytjaplantna er risavaxið verkefni sem snertir alla íbúa jarðarinnar. NordGen, sem rekur frægeymsluna á Svalbarða, er leiðandi á þessu sviði en búast má við auknu samstarfi NordGen og FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, á þessu sviði í framtíðinni.

Kent Nnadozie, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna og formaður International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture, heimsótti fyrir skömmu aðalskrifstofu NordGen í Alnarp í Svíþjóð. Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen.

Í heimsókninni sagði Nnadozie meðal annars að alþjóðleg samvinna væri grundvöllur þess að hægt yrði að varðveita erfðaefni nytjaplantna til framtíðar og heimsóknin væri liður í því að auka samvinnu NordGen og Sameinuðu þjóðanna á því sviði.

144 lönd eru aðili að The International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture og eiga samtökin fulltrúa í stjórn frægeymslunnar á Svalbarða.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...