Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen
Fréttir 12. júlí 2018

Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen

Höfundur: Vilmundur Hansen

Varðveisla erfðaefnis nytjaplantna er risavaxið verkefni sem snertir alla íbúa jarðarinnar. NordGen, sem rekur frægeymsluna á Svalbarða, er leiðandi á þessu sviði en búast má við auknu samstarfi NordGen og FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, á þessu sviði í framtíðinni.

Kent Nnadozie, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna og formaður International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture, heimsótti fyrir skömmu aðalskrifstofu NordGen í Alnarp í Svíþjóð. Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen.

Í heimsókninni sagði Nnadozie meðal annars að alþjóðleg samvinna væri grundvöllur þess að hægt yrði að varðveita erfðaefni nytjaplantna til framtíðar og heimsóknin væri liður í því að auka samvinnu NordGen og Sameinuðu þjóðanna á því sviði.

144 lönd eru aðili að The International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture og eiga samtökin fulltrúa í stjórn frægeymslunnar á Svalbarða.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...