Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Aukafjárveiting í styrki til orkusparandi aðgerða
Fréttir 25. nóvember 2025

Aukafjárveiting í styrki til orkusparandi aðgerða

Höfundur: Þröstur Helgason

Ákveðið hefur verið að ráðstafa aukalega hundrað milljónum króna til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum þar sem hvatt er til fjárfestinga í orkusparandi tækni og búnaði í ylrækt.

Í tilkynningu á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis kemur fram að í ljósi góðs árangurs fyrri úthlutunar til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum hefur Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákveðið að veita auknu fé til styrkjanna.

Bætt orkunýtni

Markmið þeirra er að draga úr orkunotkun í gróðurhúsum og bæta orkunýtni, meðal annars með innleiðingu á LED-ljósum og öðrum orkusparandi búnaði. Aðgerðirnar eiga að skila sér í lægri rekstrarkostnaði fyrir bændur og stuðla að minni orkuþörf samfélagsins í heild, eins og fram kemur í tilkynningunni.

Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra bendir á að samkvæmt mati Umhverfis- og orkustofnunar er orkusparnaðurinn af átakinu frá því í vor verulegur, eða allt að 8,3 GWst, sem jafngildir árlegri raforkunotkun 2 þúsund heimila. „Nú gefum við í og styðjum enn frekar við orkusparandi aðgerðir í gróðurhúsum með aukinni fjárveitingu. Ég hvet garðyrkjubændur eindregið til að taka þátt.“

Styrkhæfi verkefna og áherslur

Styrkirnir verða veittir til framleiðenda garðyrkjuafurða og verður áhersla lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins. Horft verður til eftirfarandi forgangsröðunar við úthlutun, segir í tilkynningu:

  • Verkefni sem skila mestum orkusparnaði á hverja styrkkrónu.
  • Verkefni sem auka rekstrarhagkvæmni í rekstri gróðurhúss.
  • Lausnir sem auka tæknivæðingu og samkeppnishæfni greinarinnar.
  • Verkefni sem nýtast sem fyrirmynd fyrir aðra í greininni.
  • Hvort verkefni hafi áður hlotið stuðning frá Loftslags- og orkusjóði.

Hámarksstyrkhlutfall og styrkfjárhæð er mest 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og að hámarki 15 m.kr. fyrir hvern framleiðanda garðyrkjuafurða.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Loftslags- og orkusjóðs og er umsóknarfrestur til 15. desember 2025.

Skylt efni: ylrækt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...