Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Auka við atvinnuhúsnæði
Mynd / Dalabyggð
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.

Í tilkynningu frá Dalabyggð kemur fram að um sé að ræða tilraunaverkefni af hálfu Byggðastofnunar þar sem markmiðið sé að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun og muni stofnunin leggja til allt að 150 milljónir króna í verkefnið.

Sveitarfélagið mun tryggja lóð vegna þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er, leggja til teikningar að umræddu atvinnuhúsnæði og leggja til gatnagerð og lagnir að lóð í skiptum fyrir eignarhlut í verkefninu. Grunnur að verkefninu er sú vinna sem þegar hefur átt sér stað í Dalabyggð, varðandi áform um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis sem grundvölluð hefur verið á þeim styrk sem fékkst úr C1 sjóði byggðaáætlunar á árinu 2023. Dalabyggð hefur verið þátttakandi í Brothættum byggðum með verkefnið DalaAuði frá árinu 2022. Áætlað er að því verkefni ljúki í árslok 2025.

Forsvarsmenn Byggðastofnunar segja að víða um land sé mikil eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði en framboð takmarkað, hvort sem er til eigu eða leigu. Sé tilraunaverkefnið liður í því að skapa svæðinu aukin atvinnutækifæri og efla þannig lífsgæði allra íbúa.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...