Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Auðkúla 1
Mynd / Aðsent
Bóndinn 21. desember 2020

Auðkúla 1

Ásgeir tekur við búinu af foreldrum sínum 2013. Karen flytur á Auðkúlu 2018. 

Býli:  Auðkúla 1.

Staðsett í sveit:  Við Svínavatn í Húnavatnshreppi, 541 Blönduós.

Ábúendur: Ásgeir Ósmann Valdemarsson og Karen Ósk Guðmundsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvö börn. Emil Jóhann, tæplega 2 ára og Dagbjörtu Ósk, 9 mánaða. Gæludýr eru heimiliskötturinn Tumi, tíkurnar Tara og Kristal og fjósakötturinn Birgitta.

Stærð jarðar?  250 hektarar.

Gerð bús? Nautakjötsframleiðsla.

Fjöldi búfjár og tegundir?  Höldum rúmlega 100 holdakúm undir naut þetta haustið. Heildarfjöldi nautgripa 200–250 eftir árstíma. 

Eigum 8 hross okkur til gagns og gamans.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Er til eitthvað sem heitir hefðbundinn vinnudagur í sveitinni? Gjafir kvölds og morgna allt árið en þess á milli er það mjög árstíðabundið og fjölbreytt.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegasta starfið er að taka á móti sprækum kálfum þegar allt gengur vel. Annars eru allflest störfin skemmtileg ef vel gengur.

Leiðinlegast eru heilsufarstengd vandamál hjá gripunum og að elta óþekkar kvígur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Meiri og betri húsakostur fyrir kýrnar. Meiri túnrækt heima við og vonandi verður Angus-blóðið orðið ríkjandi í hjörðinni.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Sjáum tækifæri í sölu á vöru beint frá býli. Styttri leið frá bónda til neytanda. Þurfum að halda áfram á sömu braut varðandi hreinleika afurða okkar. Minnkum innflutning og einblínum frekar á að framleiða úrvals vöru innanlands. 

Þurfum einnig að huga að aukinni framleiðslu korns til manneldis svo íslenskur landbúnaður standist samkeppni vegna breytinga á neysluvenjum fólks.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? AB mjólk og nýmjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað folaldakjöt og tilheyrandi með því.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Mörg skemmtileg atvik en efst í minni okkar er þegar við slepptum Mætti (hreinræktuðum Angus bola) í kýr síðastliðið haust.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...