Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ársfundur BÍ í Hofi
Fréttir 9. febrúar 2017

Ársfundur BÍ í Hofi

Föstudaginn 3. mars verður ársfundur Bændasamtakanna haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem samtökin halda ársfund en Búnaðarþing er nú haldið á tveggja ára fresti.
 
Ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum verður haldin opin ráðstefna þar sem framtíð íslensks landbúnaðar verður til umfjöllunar undir kjörorðinu „Búskapur morgundagsins“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra ávarpar ráðstefnuna en síðan taka við fjölbreytt erindi og umræður. Meðal fyrirlesara eru Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður sem fjallar um nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði og Auður Magnúsdóttir, hjá LbhÍ sem fjallar um sjálfbærni og tækifæri til aukinnar hagsældar. Þá mun Oddný Anna Björnsdóttir, sem starfar hjá Krónunni, fjalla um strauma og stefnur í versluninni. 
 
Tækniáhugamenn fá eitthvað fyrir sinn snúð því Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur mun fjalla um nýjustu tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun. Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli, segir frá reynslu sinni af vélaverktöku og ræðir tæknilausnir og hagkvæmni í þeim efnum. Í lokin mun Brynjar Már Karlsson, sem starfar við nýsköpun og þróun hjá Marel, segja frá tækni við úrvinnslu búvara, meðal annars m.t.t. rekjanleika og upplýsingagjafar til neytenda. Ráðstefnan er öllum opin og gestum að kostnaðarlausu. 
 
Bændahátíð um kvöldið
 
Um kvöldið verður haldin bændahátíð í Hofi þar sem bændum landsins og velunnurum landbúnaðarins gefst kostur á að gera sér glaðan dag. Miðaverð er einungis 7.500 kr. fyrir félagsmenn BÍ. Fullt verð er 8.900 kr. Nánari upplýsingar um kvöldskemmtunina, skemmtiatriði og matseðil, er að finna hér á www.bondi.is og í auglýsingu í 3. tbl. Bændablaðsins á bls. 33. Miðapantanir er hægt að gera í síma 563-0300 og hér til 28. febrúar.
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...