Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Laxá í Dölum
Laxá í Dölum
Fréttir 13. júlí 2022

Aldrei veiðst fleiri hnúðlaxar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér skýrslu þar sem greint er frá fjölda laxa og silunga sem veiddir voru árið 2021.

Samkvæmt gögnunum voru það 41.035 laxar, 48.381 urriðar og 55.785 bleikjur. Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 alls 399.

Heildarfjöldi stangveiða veiddra laxa árið 2021 var samkvæmt skráðum gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar 36.461 laxm, sem er 8.663, 19,2%, minni veiði en árið 2020. Af einstökum landshlutum þá var aukning í veiði í ám á Reykjanesi, Vesturlandi og Norðurlandi vestra en minni veiði á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðurlandi.

Aukning í hnúðlaxi

Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 en þá voru skráðir samtals 339 hnúðlaxar í stang- og netaveiði. Í stangveiði voru skráðir 323 hnúðlaxar og 16 skráðir í netaveiði.

Samkvæmt skýrslunni er vitað um hnúðlaxa úr fleiri ám sem ekki voru skráðir í veiðibækur eða skilað gögnum um.

Af veiddum löxum í stangveiði þá var 19.589, eða 53,7%, sleppt og heildarfjöldi landaðra laxa var 16.872. Af stangveiðiveiddum löxum voru 28.705 smálaxar með eins árs sjávardvöl og 7.756 laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði 46.832 kíló.

Alls voru skráðir 43.389 urriðar í stangveiði sumarið 2021 en hlutfall urriða sem var sleppt var 33,1% sem er hér um bil sama tala og var sleppt árið 2020. Afli urriða var 29.043 fiskar sem vógu samtals 37.654 kíló.

Alls voru skráðar 30.726 bleikjur í stangveiði árið 2021. Hlutfall bleikju sem var sleppt var 45,2% sem var mun hærra hlutfall en árið áður sem var 18,4%.

Veiði í net var 4.574 laxar sumarið 2021 og var heildaraflinn rúm 12,5 tonn. Eins og undanfarin ár var netaveiði mest stunduð í stóru ánum á Suðurlandi, Ölfusá-Hvítá og Þjórsá, en þar veiddust 4.344 laxar í net og var aflinn rétt rúm tólf tonn. Lítið var um netaveiði í öðrum landshlutum.

Skráð silungsveiði í net á landinu öllu var 5.002 urriðar og 25.059 bleikjur.

Skylt efni: lax | hnúðlax

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...