Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Afurðaverð hækkar
Fréttir 25. ágúst 2022

Afurðaverð hækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kjötafurðastöð KS og sláturhúsið á Hellu tilkynntu nýverið um breytingar á verðskrám sínum á nautakjöti.

Mikil hreyfing hefur verið á verðskrám afurðastöðva til nautgripabænda á þessu ári. Undir lok árs 2021 hófu afurðastöðvar að hækka verð til bænda hóflega en með vorinu fór af stað skriða hækkana hjá öllum afurðastöðvunum, ef marka má heimasíðu nautgripabænda á bondi.is.

Þá greiddi SS sláturálag á alla gripi til viðbótar fyrir innlegg á árinu 2021, líkt og áður hefur verið fjallað um á síðum Bændablaðsins.

Kærkomnar hækkanir

„Þessar hækkanir eru kærkomnar en duga þó varla til að mæta gríðarlegum hækkunum á rekstrar- kostnaði nautgripabænda,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður Bændasamtakanna og formaður nautgripadeildar BÍ.

„Nýútkomin skýrsla RML sem þið sögðuð frá á forsíðu Bændablaðsins um daginn sýndi að ekki bara voru bændur að borga rúmar 400 krónur með hverju framleiddu kíló nautakjöts árið 2021 heldur hafði launaliðurinn lækkað með hverju árinu. Og svo hefur allt hækkað gríðarlega síðan, þannig að það má hverjum vera ljóst að 30 til 40% hækkun afurðaverðs dugar hvergi til að loka þessu gati. Afurðastöðvarnar eru auðvitað að reyna að gera sitt allra besta og því er ég þakklát, en eins og ég segi, þá dugar það varla til,“ segir Herdís Magna.

Betri flokkar hækka meira

Ef verðskrár eru skoðaðar fyrir árið í ár sést að lakari flokkar hafa hækkað um 10 til 15% meðan betri flokkarnir hafa hækkað um allt að 36% og segir á heimasíðu nautgripadeildar BÍ að hækkanirnar séu nokkurn veginn í takti við þær verðhækkanir til sauðfjárbænda sem verið er að tilkynna um þessar mundir.

Skylt efni: Afurðaverð | nautakjöt

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...