Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afturgengnar kindur á Rauðasandi
Líf og starf 9. nóvember 2020

Afturgengnar kindur á Rauðasandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson hafa tekið saman annað hefti af kindasögum sem kallast Kindasögur 2. Fyrra bindi, Kindasögur, kom út á síðasta ári og hlaut afbragðsgóðar viðtökur. Höfundarnir ákváðu því að setja saman aðra bók með fleiri frásögnum af afrekum og uppátækjum íslenskra kinda til að slökkva kindasagnaþorsta þjóðarinnar.

Höfundarnir eru áhugamenn um sögur og sauðfé og þeir segja kindasögur vera merkilega grein íslenskrar sagnaskemmtunar sem eigi sér langa sögu en endurnýist þó sífellt með breyttum tímum og búskaparháttum. Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi.

Víða komið við

Í nýju bókinni er víða leitað fanga eins og í þeirri fyrri. Greint er frá afreki forystusauðar í Þistilfirði, fjallað um afturgengnar kindur á Rauðasandi, í Vopnafirði og víðar, rifjaðar upp útvarpsauglýsingar Sauðfjárverndarinnar á Selfossi og sagt frá manninum sem stóð á bak við þær. Þá er stiklað á sögu sauðfjárhalds innan borgarmarka Reykjavíkur og sagt frá stormasömum samskiptum reykvískra fjáreigenda við garðeigendur og borgaryfirvöld. Rætt er um áhrif eldgosa á sauðfé, meðal annars greint frá afleiðingum öskufalls frá Eyjafjallajökli í Fljótshlíðinni, og rifjaðar upp sögur af strokukindum sem létu hvorki stórfljót né aðrar torfærur stöðva sig á leið sinni í forna heimahaga. Sagt er frá fjárskiptum og fjárböðun í Flóanum á síðustu öld og loks eru rifjuð upp kvæði íslenskra skálda þar sem kindur eru í aðalhlutverki. Með sögunum fljóta svo ýmsir fróðleiksmolar um líf og kjör fólks og fénaðar í landinu að fornu og nýju.

 

Kindur úr handan heimum

„Í íslenskri þjóðtrú úir og grúir af sögum af afturgöngum bæði manna og dýra. Einn skæðasti draugur á Íslandi var raunar ekki afturgenginn maður heldur naut, sjálfur Þorgeirsboli, og fleiri dæmi eru um að nautgripir, hestar, hundar og jafnvel selir gangi aftur. Þó er furðu lítið um að sauðfé komi við draugasögur að öðru leyti en því að illvígir draugar voru vísir til að drepa kindur til að ná sér niðri á eigendum þeirra. Þó er ekki dæmalaust að draugar bregði sér í kindalíki í gömlum sögum. Hrútsvatn heitir allstórt stöðuvatn rétt sunnan við hið forna stórbýli Ás í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Löngum lék það orð á að kynjadýr væru í vatni þessu, sumir sögðu nykur en aðrir töldu að í vatninu byggi hrútur, mórauður að lit. Sagt er að í fyrndinni hafi í búrhorninu í Ási haldið til draugur í líki mórauðs hrúts. Fenginn hafi verið kunnáttumaður til að kveða hann niður og sá á að hafa sett þann mórauða niður í Hrútshelli sem var norðanvert við vatnið. Vatnið hefur síðan brotið land þar sem hellir þessi var og er hann nú horfinn. Þar er nú aðeins bergsnös, spölkorn ofan við vatnsbakkann, en ekki hefur frést til hrútsins í seinni tíð.

Fylgjur voru eins konar andaverur eða draugar sem fylgdu einstaklingum eða heilum ættum, mann fram af manni, og voru oft í líki dýra. Þegar maður sem átti sér fylgju kom á bæ var hún oft komin á undan honum og heimilismenn sem næmir voru eða skyggnir gátu þá séð hvaða gestakomu var að vænta. Fylgjur voru iðulega í hundslíki, sumar voru í mannsmynd og enn aðrar voru kynjaskepnur eða skrímsli. Þess eru líka dæmi að kindur séu fylgjur manna þótt ekki sé það algengt.

Hins vegar eru til fjöldamargar frásagnir af kindum huldufólks sem áttu það til að hverfa þegar minnst varði. Sagnir eru til um að ær úr mannheimum hafi verði lembdar af hulduhrútum og svo gat það líka verið á hinn veginn, að huldufólk kæmi með ær um fengitímann og héldi þeim undir hrúta úr mannheimum. Til eru sögur um að mennskar konur hafi mjólkað ókunnar ær í kvíum, hirt mjólkina og orðið fyrir reiði huldufólksins sem ærnar átti – en á hinn bóginn gat bóndi sem fóðraði huldukindur um vetur átt von á launum frá eigendum þeirra um vorið. Loks má minnast þess að haft var eftir Einari Jónssyni á Einarsstöðum í Reykjadal, sem lengi starfaði sem lækningamiðill, að hann hefði oft átt í vandræðum með að telja fé í rétt eða fjárhúskró. Hann hefði séð miklu fleiri kindur en aðrir menn.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...