Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afkoma MS batnar
Fréttir 29. júlí 2020

Afkoma MS batnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt ársreikningi Mjólkursamsölunnar fyrir 2019 batnaði afkoma hennar frá árinu þar á undan. 167 milljón króna hagnaður var á starfsemi MS á síðasta ári.

Ari Edwald, forstjóri MS segir að afkoma af reglulegri starfsemi eftir skatt sé sú sama 2018 og 2019 eða hagnaður uppá tæpar 170 milljónir króna. „Munur á niðurstöðu milli ára felst í gjaldfærslu árið 2018 á sekt Samkeppniseftirlitsins vegna meintra brota á samkeppnislögum. Það mál er nú fyrir Hæstarétti en gjaldfærsla var engu að síður framkvæmd þegar héraðsdómur lá fyrir.

„Ég tel niðurstöðuna á síðasta ári viðunandi miðað við aðstæður. Það voru engar verðhækkanir á söluvörum MS á árinu 2019 en miklum kostnaðarhækkunum var mætt með hagræðingu. Þar má nefna samningsbundnar launahækkanir sem námu á þriðja hundrað milljónum króna, ýmsar hækkanir frá birgjum tengdar verðlagsþróun og svo t.d. skattahækkanir, en bara álögur vegna bifreiðareksturs MS hækkuðu um 35 m.kr. á síðasta ári. Almennt talað er afkoma MS samt engan veginn ásættanleg og uppsöfnuð niðurstaða frá 2007, er reksturinn komst í núverandi mynd, er um 700 milljóna króna tap. Afkoman hefur batnað en samt er hagnaður í fyrra aðeins 0,6% af tæplega 28 milljarða króna veltu og arðsemi eigin fjár, sem nemur rúmum 8 milljörðum króna, er aðeins um 2%. Opinber fyrirtæki eins og veitufyrirtæki, miða við að þau þurfi að hafa 6-8% arðsemi eigin fjár. Þótt Mjólkursamsalan sé ekki hagnaðardrifið fyrirtæki á innanlandsmarkaði þarf fyrirtækið að geta viðhaldið sér og fjárfest í nýjungum og tækjum og til þess þarf afkoman að batna frá því sem verið hefur.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...