Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ætiplöntur  og annað mas
Líf og starf 9. mars 2021

Ætiplöntur og annað mas

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda Pálsdóttir eiga það sameiginlegt að vera nokkuð upptekin af ætiplöntum. Nú hafa þau tekið höndum saman og farið af stað með hlaðvarpið Flóruna á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Uppistaða þáttanna eru hinar sívinsælu fræðslugreinar Vilmundar um nytjaplöntur heimsins sem birtust á síðum Bændablaðsins frá árinu 2015–2020.

Þau kryfja eina plöntu í hverjum þætti, skoða ræktun hennar og nytjar ásamt því að finna til áhugaverðar staðreyndir og sögur tengdar plöntunni. Inn á milli spila þau þematengd hljóðbrot.

Í fyrsta þættinum tóku þau fyrir sætuhnúða, sem flestir þekkja sem sætar kartöflur.
„Eitt af mínum markmiðum í lífinu er að útrýma nafninu sætar kartöflur. Þetta er villandi nafn því þetta eru ekki kartöflur,“ segir Vilmundur og leggur til heitið sætuhnúðar, því um er að ræða neðanjarðarhnýði sem er forðarót, sem við leggjum okkur til munns.

Í öðrum þætti fara þáttastjórnendurnir svo á flug við að ræða hrísgrjón, sem er sú planta sem hefur fætt fleiri og í lengri tíma en nokkur önnur planta. Þau eru gríðarlega mikilvæg fæða enn í dag því meira en einn fimmti allra hitaeininga sem jarðarbúar neyta koma úr hrísgrjónum.

„Japönsku bíltegundirnar Toyota og Honda heita eftir hrísgrjónum. Toyota þýðir ríkulegur hrísgrjónaakur, á meðan Honda þýðir aðal hrísgrjónaakurinn,“ segir Guðrún Hulda m.a. í þættinum meðan Vilmundur fer yfir þær lífsstílsbreytingar sem hann þarf að horfast í augu við. En í þeim þarf hann, meðal annars, að hætta að borða hrísgrjón.

Hægt er að senda inn spurningar til þáttastjórnendanna í gegnum netfangið floran@bondi.is en í næsta þætti hyggja þau á umræður um Inkakorn, sem margir þekkja undir tökuorðinu kínóa.

Flóran er aðgengileg í spilara Hlöðunnar á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is/hladan, sem og í öllum helstu hlaðvarpsveitum svo sem á Spotify og Apple Podcast.

Flóran #2 Hrísgrjón - Bændablaðið (bbl.is)

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...