Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti.
Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti.
Mynd / mar
Fréttir 26. júní 2024

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjarki Hjörleifsson og Pálína Axelsdóttir Njarðvík hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn matvælaráðherra.

Bjarki er fæddur árið 1989 og alinn upp á Stykkishólmi. Hann var sjálfstæður atvinnurekandi í matvælageiranum á árunum 2013 til 2018 þar sem hann rak meðal annars pitsustað og matarvagn. Bjarki útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ árið 2019. Hann var kosningastjóri hjá Vinstri grænum í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar árin 2017 og 2021. Enn fremur var hann skrifstofustjóri á flokksskrifstofu VG árin 2019 til 2020. Þá var hann starfsmaður þingflokks VG frá 2020 þangað til hann fylgdi Bjarkeyju í matvælaráðuneytið í vor.

Pálína er fædd árið 1991 og ólst upp á Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum árið 2011. Þá útskrifaðist hún með BSc.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og MSc.-gráðu í félagssálfræði árið 2019. Á árunum 2020 til 2022 starfaði hún sem sérkennslustýra og vann hún sem ráðgjafi hjá Attendus frá 2023 til 2024. Pálína hefur frá árinu 2015 haldið úti Instagram- reikningnum @farmlifeiceland þar sem hún gefur innsýn í dagleg störf á sauðfjárbúi. Þar er hún með rúmlega tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f