Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við treystum og trúum að þeim kröfum sé framfylgt hér á landi.

Það hlýtur því einnig að vera sjálfsögð krafa að við neytendur getum treyst á að sömu kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla. Annað væri ótækt. Við í Framsókn höfum síðustu misseri
tekið okkur stöðu og verið óhrædd við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Samkvæmt Al þjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Undir þetta taka helstu sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi.

Innflutningur flæðir yfir

Nú er það þannig að innflutningur á nautakjöti jókst um 48% á sl. ári og á kjöti í heild um 17%. Kjötframleiðsla innanlands var svipuð og árinu á undan og dróst saman í kinda- og nautakjöti og salan dróst saman um 2%. Staðreyndin er sú að innflutt kjötvara er nú orðin að stærri hluta af sölunni í heild. Samkeppnisstaða íslenskra bænda er sífellt að versna og matvælaöryggi landsins um leið. Samkeppnin er hörð, ekki bara hér á landi heldur einnig út í hinum stóra heimi.

Bændur í Evrópu eru farnir að mótmæla kröftuglega þar sem innflutningur landbúnaðarafurða flæðir yfir landamæri og veikir markaðsaðstæður. Í nágrannalöndum mótmæla bændur stjórnvöldum vegna stöðu sinnar og vekja athygli á að samkeppnisstaða þeirra sé sífellt að veikjast gagnvart innflutningi á matvöru frá nágrannalöndum. Bændur í Frakklandi óttast að mikill innflutningur frá Spáni á grænmeti og ávöxtum dragi úr sölu innlendra framleiðsluvara enda eru þær falar fyrir mun lægra verð, en það er ekki að ástæðulausu. Á Spáni eru ekki gerðar eins ríkar kröfur á umhverfissjónarmið og þar er notað mun meira af eiturefnum við framleiðsluna. Er það framtíðin sem við viljum? Lægra verð fyrir minni gæði?

Aðgerðaráætlun í matvælaöryggi

Aðgerðaráætlun í matvælaöryggi og vernd búfjárstofna var samþykkt á Alþingi árið 2019 eða fyrir fimm árum. Sú áætlun var í 17 liðum og er ágætt að fara yfir hvað hefur áunnist frá því að hún var sett. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hamra á mikilvægi matvælaöryggis hér landi. Það sem yfir okkur hefur dunið frá því þessi áætlun leit dagsins ljós hefur einungis dýpkað skilning okkar enn frekar á mikilvægi þess að tryggja það. Undirrituð sendi fyrirspurn á matvælaráðherra um stöðu aðgerðanna sem settar voru fram. Í svari ráðherra kom fram að öllum aðgerðunum 17 sé annaðhvort lokið eða séu í framkvæmd til lengri tíma. Aðgerðartillögunum 17 er samt aldrei lokið heldur er þetta leiðarljós sem stöðugt þarf að huga að og uppfæra, bæta við og endurmeta reglulega.

Sýklalyfjaónæmi

Ein aðgerð var að átaki skyldi hrundið á stað til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Árið 2019 var sett á stað vinna í ráðuneytinu við að móta viðbrögð ef greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur í dýrum, sláturafurðum og matvælum. Í kjölfarið var ákveðið að víkka verkefnið út og skipa nýjan hóp undir forystu Þórólfs Guðnasonar, fyrrverandi sóttvarnalæknis, sem hefur það hlutverk að auka þverfaglegt samstarf á þessu sviði og móta framtíðarsýn í málaflokknum til næstu 10 ára. Þá er hópnum falið að móta aðgerðaáætlun í málefnum sýklalyfjaónæmis til næstu 5 ára og leggja til leiðir til að koma aðgerðum til framkvæmda auk þess að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu um sýklalyfjaónæmi. Hópurinn starfar á vegum heilbrigðisráðuneytisins en verkefnið er unnið í samstarfi þess, matvælaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytis. Einnig hefur verið gerður samningur við MAST og Tilraunastöð HÍ í meinafræðum á Keldum um að fjármagna og sinna ákveðnum rannsóknum tengdum sýklalyfjaónæmi. Auk þess hafa verið styrkt verkefni í sýklalyfjaónæmi.

Styrkja þarf matvælaöryggi landsins

En eitt er víst og það er að það þarf styrkja matvælaöryggi okkar betur og eins að styrkja samkeppnisstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu. Þá hefur Framsókn enn og aftur lagt fram þingsályktunartillögu sem ber með sér að leyfa innlendum afurðastöðvum í kjöti að vinna saman og sameinast til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Innlend matvöruframleiðsla er heilnæm, þar stöndumst við erlendan samburð en við verðum að skapa henni betri samkeppnisstöðu til að standa undir rekstrinum. Að öðrum kosti er ekki svigrúm til nýsköpunar eða framþróunar.

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...