Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stjórn Bændasamtaka Íslands.
Stjórn Bændasamtaka Íslands.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyrir ríkisstjórn í morgun, mikilvægan áfanga. Með þeim sé ríkisstjórn að leggja áherslu á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu, að er fram kemur í tilkynningu.

„Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegra stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi hefur nú skilað tillögum sínum og voru þær í morgun lagðar fyrir ríkisstjórn. Hópnum var gert að skoða verð á helstu aðföngum sem hafa hækkað gríðarlegar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en litlar líkur eru á að þær hækkanir gangi til baka á næstu mánuðum eða jafnvel misserum með tilheyrandi áhrifum á fæðuöryggi og matvælaverð til neytenda.

Stjórn Bændasamtaka Íslands telur þetta vera mikilvægan áfanga og að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórnin að leggja áherslu á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu, að viðhalda framleiðslugetu landbúnaðarins og draga úr þörf á verðhækkun landbúnaðarafurða til neytenda. Á þessum víðsjárverðum tímum höfum við verið rækilega minnt á mikilvægi og viðkvæmni fæðuöryggis í heiminum. Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu. Hana þurfum við að vernda og efla. Verkefni Bændasamtaka Íslands er ekki nærri því lokið þar sem margar búgreinar komu veikar inn í þessar verðbreytingar og við þurfum að halda áfram að vinna að lausnum fyrir þær. Þess vegna þurfi einnig að horfa til þeirra tillagna sem snúa að starfsskilyrðum landbúnaðarins til framtíðar og má þar m.a. nefna samræmingu og sameiningu afurðastöðva um verkefni,“ segir í tilkynningu frá stjórn Bændasamtakana.

Skýrslu Spretthóps og tillögur má nálgast hér.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f