Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stjórn Bændasamtaka Íslands.
Stjórn Bændasamtaka Íslands.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyrir ríkisstjórn í morgun, mikilvægan áfanga. Með þeim sé ríkisstjórn að leggja áherslu á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu, að er fram kemur í tilkynningu.

„Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegra stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi hefur nú skilað tillögum sínum og voru þær í morgun lagðar fyrir ríkisstjórn. Hópnum var gert að skoða verð á helstu aðföngum sem hafa hækkað gríðarlegar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en litlar líkur eru á að þær hækkanir gangi til baka á næstu mánuðum eða jafnvel misserum með tilheyrandi áhrifum á fæðuöryggi og matvælaverð til neytenda.

Stjórn Bændasamtaka Íslands telur þetta vera mikilvægan áfanga og að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórnin að leggja áherslu á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu, að viðhalda framleiðslugetu landbúnaðarins og draga úr þörf á verðhækkun landbúnaðarafurða til neytenda. Á þessum víðsjárverðum tímum höfum við verið rækilega minnt á mikilvægi og viðkvæmni fæðuöryggis í heiminum. Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu. Hana þurfum við að vernda og efla. Verkefni Bændasamtaka Íslands er ekki nærri því lokið þar sem margar búgreinar komu veikar inn í þessar verðbreytingar og við þurfum að halda áfram að vinna að lausnum fyrir þær. Þess vegna þurfi einnig að horfa til þeirra tillagna sem snúa að starfsskilyrðum landbúnaðarins til framtíðar og má þar m.a. nefna samræmingu og sameiningu afurðastöðva um verkefni,“ segir í tilkynningu frá stjórn Bændasamtakana.

Skýrslu Spretthóps og tillögur má nálgast hér.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...