Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
„Við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga“
Fréttir 30. mars 2017

„Við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga“

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sjötti þáttur „Spjallað við bændur“ er kominn í loftið. Að þessu sinni eru sauðfjárbændurnir í Háholti í Gnúpverjahreppi sóttir heim, þau Bryndís Eva Óskarsdóttir og Bjarni Másson. Þau byrjuðu smátt með um 200 fjár en árið 2008 breyttu þau gömlum svínahúsum í fjárhús og juku við bústofninn. Árið 2012 tóku þau hlöðuna undir sauðfé og eru nú með rúmlega 400 fjár á fóðrum. Auk sauðfjárræktarinnar reka þau Bryndís Eva og Bjarni verktakafyrirtækið „Búið og gert ehf.“ sem vinnur öll möguleg verkefni fyrir bændur í sveitinni og aðra aðila.  

Bjarni bóndi segir það mikilvægt að sauðfjárræktin búi við stöðugleika svo hægt sé að halda þeirri framleiðslu sem er í dag. „Þannig getum við vaxið sem atvinnugrein, við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga. Við þurfum að koma kjötinu inn á góða markaði og leggjast á eitt um það, hvort sem við heitum sláturleyfishafar, bændur eða erum í störfum fyrir Markaðsráð kindakjöts eða Landssamtök sauðfjárbænda. Það vil ég meina að sé okkar stóra verkefni í dag.“

Þættirnir „Spjallað við bændur“ eru unnir af kvikmyndafyrirtækinu Beit fyrir Bændablaðið. Þeir eru aðgengilegir á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is, og einnig eru þeir sýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Horfa á þáttinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...