Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ólafur J'ohanna Sigurðsson.
Ólafur J'ohanna Sigurðsson.
Menning 9. september 2024

„Tínum tunglsljós af vötnum“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Ólafi Jóhanni Sigurðssyni.

Ólafur Jóhann fæddist í Hlíð í Garðahreppi árið 1918 en flutti fimm ára með foreldrum sínum að Litla-Hálsi í Grafningi og fjórum árum síðar að Torfastöðum í sömu sveit. Hann naut kennslu farkennara á veturna. Ungur fór hann til Reykjavíkur með það að markmiði að gerast rithöfundur.

Með ritstörfum stundaði Ólafur Jóhann verkamannavinnu og almenn sveitastörf 1934–40, var búsettur í Reykjavík frá 1939, var þar blaðamaður og síðan starfsmaður Helgafellsútgáfunnar 1940–44. Hann sótti m.a. fyrirlestra um nútímabókmenntir og skáldsagnaritun í Columbia University í New York veturinn 1943–44 og vann um árabil við handrita- og prófarkalestur, allt til ársins 1975.

Fyrstu verk Ólafs Jóhanns voru raunsæisskáldsögur þar sem hann lýsir nútímavæðingu íslensks þjóðfélags á 20. öld. Hann vakti strax athygli á sér 16 ára gamall með annarri bók sinni, Við Álftavatn, 1934, en skáldsagan Fjallið og draumurinn, sem kom út 1944, er af mörgum talin hans höfuðverk. Hann gaf einnig út ljóðasöfn, smásögur og barnabækur. Auk þess þýddi hann Mýs og menn eftir Steinbeck og samnefnt leikrit.

Ólafur Jóhann var í hópi virtustu rithöfunda hér á landi. Eftir hann liggja fimm smásögur, sex skáldsögur, tvær smáskáldsögur, fjórar barnabækur og fjögur ljóðasöfn. Hann hlaut Silfurhestinn árið 1972, og fyrstur Íslendinga bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976 fyrir ljóða- bækurnar Að laufferjum og Að brunnum.

Eiginkona Ólafs Jóhanns var Anna Jónsdóttir og eignuðust þau tvo syni, Jón Ólafsson haffræðing og Ólaf Jóhann Ólafsson, rithöfund. Ólafur Jóhann Sigurðsson lést árið 1988. 

Sumar

Söfnum sólskini af grasi,
tínum tunglsljós af vötnum!
Guðir gróðurs og birtu
eru gengnir að leikum:
aka eldreið um himin,
draga dagstjörnu úr moldu,
rótt í lágnættislogni
lyfta gullskildi bleikum.

Flýgur fiðrildi í kjarri,
liðast lækur um engjar,
óma söngvar í sefi,
sækir angan að vitum:
Fyllum forðabúr hjartans,
grípum geisla og hljóma,
þar sem óflekkuð ættjörð
unir björtustu litum.

Senn mun fiðrildum förlast,
dögg á dagstjörnu kólna,
leggir lyngjurta svigna,
laufið mæðast og blikna:
Söfnum sólskini af grasi,
tínum tunglsljós af vötnum,
meðan hrímnætur hvíla
handan jökla og vikna!

          Ólafur Jóhann Sigurðsson.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...