Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ólafur J'ohanna Sigurðsson.
Ólafur J'ohanna Sigurðsson.
Menning 9. september 2024

„Tínum tunglsljós af vötnum“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Ólafi Jóhanni Sigurðssyni.

Ólafur Jóhann fæddist í Hlíð í Garðahreppi árið 1918 en flutti fimm ára með foreldrum sínum að Litla-Hálsi í Grafningi og fjórum árum síðar að Torfastöðum í sömu sveit. Hann naut kennslu farkennara á veturna. Ungur fór hann til Reykjavíkur með það að markmiði að gerast rithöfundur.

Með ritstörfum stundaði Ólafur Jóhann verkamannavinnu og almenn sveitastörf 1934–40, var búsettur í Reykjavík frá 1939, var þar blaðamaður og síðan starfsmaður Helgafellsútgáfunnar 1940–44. Hann sótti m.a. fyrirlestra um nútímabókmenntir og skáldsagnaritun í Columbia University í New York veturinn 1943–44 og vann um árabil við handrita- og prófarkalestur, allt til ársins 1975.

Fyrstu verk Ólafs Jóhanns voru raunsæisskáldsögur þar sem hann lýsir nútímavæðingu íslensks þjóðfélags á 20. öld. Hann vakti strax athygli á sér 16 ára gamall með annarri bók sinni, Við Álftavatn, 1934, en skáldsagan Fjallið og draumurinn, sem kom út 1944, er af mörgum talin hans höfuðverk. Hann gaf einnig út ljóðasöfn, smásögur og barnabækur. Auk þess þýddi hann Mýs og menn eftir Steinbeck og samnefnt leikrit.

Ólafur Jóhann var í hópi virtustu rithöfunda hér á landi. Eftir hann liggja fimm smásögur, sex skáldsögur, tvær smáskáldsögur, fjórar barnabækur og fjögur ljóðasöfn. Hann hlaut Silfurhestinn árið 1972, og fyrstur Íslendinga bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976 fyrir ljóða- bækurnar Að laufferjum og Að brunnum.

Eiginkona Ólafs Jóhanns var Anna Jónsdóttir og eignuðust þau tvo syni, Jón Ólafsson haffræðing og Ólaf Jóhann Ólafsson, rithöfund. Ólafur Jóhann Sigurðsson lést árið 1988. 

Sumar

Söfnum sólskini af grasi,
tínum tunglsljós af vötnum!
Guðir gróðurs og birtu
eru gengnir að leikum:
aka eldreið um himin,
draga dagstjörnu úr moldu,
rótt í lágnættislogni
lyfta gullskildi bleikum.

Flýgur fiðrildi í kjarri,
liðast lækur um engjar,
óma söngvar í sefi,
sækir angan að vitum:
Fyllum forðabúr hjartans,
grípum geisla og hljóma,
þar sem óflekkuð ættjörð
unir björtustu litum.

Senn mun fiðrildum förlast,
dögg á dagstjörnu kólna,
leggir lyngjurta svigna,
laufið mæðast og blikna:
Söfnum sólskini af grasi,
tínum tunglsljós af vötnum,
meðan hrímnætur hvíla
handan jökla og vikna!

          Ólafur Jóhann Sigurðsson.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...